30.6.04

Neyðarkall!!

Lakkrísinn okkar er búinn!!!

29.6.04

Ring ring!!

Ég fékk símhringingu í gær úr númeri sem ég þekkti ekki en var greinilega einhverstaðar héðan nálægt. Þegar ég svaraði heyrðist hinu megin: " (hik) uhhh, hvem er det?" með noskum hreim.
Mér þykir nú bara nokkuð gott að hringja í vitlaust númer í USA, tala norsku og hitta á manneskju sem skilur:)

28.6.04

Frídagar

Ég var að komast að því að Bandaríkjamenn eru alveg einstaklega sniðugir þegar kemur að frídögum. Sem dæmi má taka að núna lendir 4.júlí á sunnudegi. (4.júlí=þjóðhátíðardagur U.S.A) Margir myndu þá hugsa: "ææææi, nei þá er ekki auka frídagur!" En neeeei, þeir eru svo sniðugir hér að þeir færa frídaginn bara. Þannig að núna á föstudaginn er 4.júlí-frídagur hjá vinnandi fólki því það má að sjálfsögðu ekki mismuna frídögum;)
Ég legg til að við gerum það sama heima, með 17.júní og aðra daga, s.s. páskadag, jól, að ógleymdum öðrum í jólum o.s.frv. Rúsínan í pylsuendanum eru svo auðvitað hvítasunna og pálmasunnudagur... ;)

Allt við það sama:)

Þetta er allt að verða heimilislegra og heimilislegra hérna hjá okkur, í dag settum við saman tölvuborðið sem við keyptum í gær í IKEA. Það var að sjálfsögðu sett upp inni hjá mér... Maður býr ekki hjá tölvunarfræðingi án þess að allir (eldri en 6mánaða) fái sína tölvu. :)
Þar að auki voru settar upp gardínustangir, gardínur og að sjálfsögðu hengdar upp myndir. Þetta tókst okkur allt áður en við stukkum út í bíl til Söruh sem kom að sækja okkur í grillveislu.

Við ættum núna að fara að geta haldið almennilegar grillveislur hér líka því Jónína og Eggert vinafólk Finns og Hrefnu eru að flytja heim til Íslands og gáfu þeim grill... Ég má nú ekki gleyma örbylgjuofninum sem þau gáfu þeim líka og hjólið. Einmitt það sem vantaði hérna. :)

Annars er ég ekki á leiðinni til Norge í haust. Ef einhver getur komið með alveg rosalega sniðuga hugmynd um hvað ég á að gera í haust endilega komið með hana. Ég er svona að spá og spegulera. Er með ýmislegt í huga en veit samt ekki. Það eru svona upp og niður hliðar og svoleiðis:)

27.6.04

Just a regular swedish name... IKEA

Við vorum að koma úr massívum mat hjá Guðrúnu og Snorra... I'm so "sad" I could "spring"! eða eins og sumir segja: "Hef ég nú borðaða yfir mig rétt einu sinni!" ;) taki það til sín sem eiga;)
Það er nú eiginlega það sem sýnir að lífið sé í föstum skorðum að við skulum fara í mat þangað;) (sjá blogg Hrefnu;)

Annars svona til að skýra nafnið á blogginu þá fórum við í IKEA í dag, þetta var bara eins og að vera heima. Það mátti sjá texta á sænsku og svona... Rosa heimilislega;)
Það kannski sannar það að ég horfi of mikið á sjónvarp og þá sérstaklega Friends að allan tímann í IKEA var ég með texta úr Friends-þáttunum: "...ohhh, just a regular swedish name... uhh IKEA..."
Þið Friends aðdáendur ættuð að skilja;)

26.6.04

6mánaða

Anna Sólrún átti 6mánaða afmæli í dag, af því tilefni voru að sjálfsögðu teknar fullt af myndum af henni (ekki að það sé neitt nýtt:) Hún er orðin rosa stór. Við skruppum út á róló og hún rólaði sér meira að segja alveg sjálf... í barnarólunum sem eru hannaðar fyrir pínulitla krakka:) Henni fannst það rosalega gaman!

Ég kom líka að því í dag að ég er á réttum stað á réttum tíma; það á að fara að endursýna Quantum Leap þættina hér. Þeir byrja í næstu viku. Ef það eru einhverjir sjónvarpsþættir sem ég elska þá eru það þessir:) Það versta er að þeir eru að hugsa um að sýna þá kl.2 á næturnar...! Video tækið hér verður ofnotað takk fyrir:)

Við Finnur vorum að koma af Fahrenheit 9/11 rétt í þessu. Ég vil eiginlega ekki mikið tala um þessa mynd, en ég er mjög reið eftir hana...
...Ok, eitt: mér fannst í byrjun myndarinnar að Moore væri orðin það mikið á móti Bush að hann gæti ekki verið hlutlægur, enda ætlar hann sér örugglega ekki að vera það þegar svo líður á myndina er erfitt að reiðast ekki...
...ég get bara sagt eitt: Aldrei, aldrei aftur á ég eftir að geta hlustað á lagið The Roof is on Fire...

24.6.04

Alvöru Ameríka

Allt er við það sama hérna, við erum að koma okkur betur og betur fyrir.
Við fengum í kvöld gesti í mat, Augusto, Sarah og Todd.
Þá fyrst sá ég almennilega að ég var komin til Bandaríkjanna! Strákarnir eru með plan... Þ.e.a.s. hvernig líf þeirra á að verða. Það er beisiklí það að klára skóla, fá góða vinnu, gifta sig og eignast börn. Ok, ok, það pæla örugglega allir í þessu en þetta var svo nákvæmt, við erum að tala um að hlutirnir eru miðaðir við aldur og ártöl og rétta röð. Ég er ekkert sérstaklega kannski að tala um þau þannig. Þau sögðu líka frá öðrum vinum sínum sem voru með allt planlagt 10ár fram í tímann.
Það sýnir mér kannski bara hvað Íslendingar eru afslappaðri með þetta, án þess að ég segi hvort sé betra. Ég er bara vön því að allir hugsi mest bara um líðandi stund... Kannski aðeins fram í tímann svona til að lifa af en annars bara...

Ég var samt að heyra eitt merkilegt í kvöld. Hér mun víst vera löglegt að skjóta manneskju sem er á þinni eign... þ.e.a.s. ef þú varar manneskjuna við áður. Ohhhh, sumt er sillí!

22.6.04

Komin í skóla

Ég hef hafið nám í Stanford... Ok, kannski ekki alveg:) Við Anna Sólrún vorum einar heima fyrri partinn í gær meðan Hrefna var á ráðstefnu niður í skóla. Við frænkurnar skruppum þó í heimsókn seinni partinn og hlustuðum á fyrirlestur um fóbíu... eða sjúkdóm... eða eitthvað sem lýsir sér þannig að manneskja í hárri stöðu eða langskóla gengin finnist hún ekki vera nógu góð til að vera þarna og bíði eftir því að fólkið í kring komist að því. Þetta var bara nokkuð skemmtilegur fyrirlestur, mikið hlegið og mjög áhugaverður. Ég get þá allavega sagt að ég hafi setið á skólabekk í Stanford háskóla:) Rosa merkileg!! ;)

Hólmfríður og Óli fóru í morgun. Þau fljúga núna til London þar sem þau verða í nokkra daga áður en þau fara heim. Dýnan mín dó í nótt þannig að það er kannski eins gott að það var að losna rúm, ég hefði aldrei komið tvöföldu vindsænginni fyrir.

20.6.04

Flutt!!

Í dag erum við loksins flutt. Við fluttum bara í dag:). Seinustu tveir dagar hafa hreinlega farið í að pakka og flýja hitann í íbúðinni sem var steikjandi. Sem dæmi má taka daginn í gær þar sem við tókum eitt stykki maraþon-pakkningu og hlupum svo út og keyrðum til Guðrúnar til að ofnota sundlaugina þeirra og gestrisni:) Þar pöntuðum við fjall af thailenskum mat og spiluðum fram eftir kvöldi. Ég gisti þar um nóttina þar sem við komumst ekki öll fyrir í bíl til baka. Finnur hafði nefninlega komið með Guðrúnu eftir vinnu. Ég stal þar rúminu hennar Unu og svaf þar með í rúmi í fyrsta sinn í tvær og hálfa viku. Það var frábært, án þess að ég hallmæli vindsænginni minni:) Við fáum mögulega queen size rúm á morgun.

Dagurinn í dag var pakkaður... bókstaflega, hjá HINUM í dag; sækja flutningabíl, klára að pakka og hlaða í og úr bílinum. Hjá mér var þetta nokkuð rólegt. Ég svaf til 10 og horfði þá á Finding Nemo með Sif, dóttur Guðrúnar. Við skruppum svo öll í tennis áður en við fórum heim þar sem við hjálpuðum við lokahleðslu í bílinn.

Ég get ekki annað sagt en að íbúðin er bara mjög fín. Hún er á tveimur hæðum með tveimur svefnherbergjum á efri hæðinni. Hér er þar að auki mun svalara seinni partinn þannig að nú þurfum við ekkert að flýja íbúðina vegna hita. Við fáum núna nýtt símanr. sem við vitum að vísu ekki ennþá hvert er en það ætti að koma í ljós á næstu dögum.
Dagurinn á morgun verður víst líka pakkaður. Við verðum að halda áfram að pakka upp úr kössum og töskum auk þess sem við verðum að ganga almennilega frá hinni íbúðinni og sækja nýja rúmið ef við getum. Ef við náum því á mettíma (líklegt eða þannig) þá eru einnig tvær grillveislur... Hmmm... Við látum þetta líklega bara ráðast hverju við náum;)

18.6.04

17.júní og fleira

Ég er nú eiginlega ekkert búin að blogga upp á síðkastið. Það sem er búið að gerast hér seinustu daga erað Hólmfríður og Óli (vinir Finns og Hrefnu) komu núna miðvikudaginn. Þá var nú kátt í höllinni. Okkur tókst að troða okkur 6 með Önnu í svefnpláss. Finnur, Hrefna og Anna í svefnherberginu sínu, Hólmfríður og Óli í stofunni og ég í eldhúsinu. Fleirum hefði ekki mögulega getað verið komið þar fyrir:)

Í gær var svo 17. júní. Ég hugsaði til Íslendinganna í rigningunni heima (er ekki alltaf rigning 17.júní?). ;) Hér verður ekki haldið upp á 17.júní fyrr en 20.júní:) Þá er okkur boðið í tvær grillveislur. Það er að vísu ekki enn komið í ljós hvort við komumst vegna flutninga og annarra atburða:)
Eitthvað varð nú að gera á 17.júní og við Hólmfríður og Óli skruppum til SanFran þar sem við skoðuðum borgina, söfn og fórum í gamaldags cable car.
Þetta var nú samt ein ódýrasta skoðunarferð sem ég hef farið í. Við borguðum í lestina til og frá borginni. Því næst fengum við okkur að borða á McDonalds (þeir hafa svoleiðis líka í USA!!!;)). Á göngu okkar um götur borgarinnar rákumst við á nýlistasafnið og ákváðum að kíkja þar inn. Aðgangseyrinn var 10$ og meðan við veltum því fyrir okkur hvort það væri of mikið eða ekki fengum við gefins miða frá krökkum sem höfðu verið á safninu á undan okkur. Þau höfðu komið svo snemma um morguninn að enginn hafði rifið af miðunum þeirra og þeir virtust alveg ónotaðir:) Við prísuðum okkur sæl með þetta og skoðuðum okkur um frítt.
Því næst lá leið okkar í kínahverfið sem við fórum í gegnum á 5mín. Við fórum þar í gegn að vísu aftur og skoðuðum betur seinna.
Við kíktum á cable car safnið og fórum þar á eftir í cable car og keyrðum um bæinn. Safnið var frítt en ekki farið með cable car-inum... Nema þegar um okkur er að ræða:) Í cable car-inum ætlaði maðurinn að rukka okkur en hætti svo við af því að þetta var svo stutt leið. Hann kom okkur þó í skilning um það að þetta væri sko ekki venjulega gert, hann væri bara svo einstaklega góður:)

Þennan dag voru Finnur og Hrefna búin að vera saman í 10ár, ótrúlegt en satt. Einnig áttu Eyrún systir og Vignir 15ára brúðkaupsafmæli (sem þýðir að það eru 15ár síðan ég var brúðarmær:). Þeim öllum óska ég innilega til hamingju:)

16.6.04

Hiiiiiti!!!

Hitinn í dag fór eitthvað aðeins upp fyrir 30°C, sem er alveg allt allt of heitt fyrir litla Íslendinginn:) Þessi hiti þýddi líka að við Hrefna bjuggumst við að það yrði fullkomlega ólíft í íbúðinni þegar sólin færi að skína inn um gluggann... Við bjuggumst bara ekki við að það gerðist svona snemma!!!
Við öll hér ákváðum að bjóða okkur sjálfum í mat til Guðrúnar og Snorra um kvöldið til að flýja hitann! Aldrei datt okkur þó í hug að klukkan 2 yrði orðið svona svækja! Sólin hefði ekki átt að komast í íbúðina fyrr en um 5 leytið.
Bjargvættur okkar stelpnanna var þó Una systir Guðrúnar sem fékk þá snilldar hugmynd að bjóða okkur í sundlaugina sem þau eru með í garðinum. Deginum var bjargað!!
Finnur var þó fjarri góðu gamni því hann þarf víst að vinna. Hann var þó heppinn að hafa lofkælingu þar;)
Finnur kom þó til okkar í grill og spil.
Anna Sólrún skemmti sér konunglega í sundinu og buslaði og skríkti.

Að allt öðru; á morgun fjölgar hjá okkur því Hólmfríður og Óli koma hingað í viku eftir ferðalag þeirra um Perú. Brjálað fjör:)

14.6.04

Vani

Það er tvennt sem einkennir mig sem Íslending hérna. Það eru þessir litlu hlutir sem ég get alls ekki vanið mig af.

1) Að líta út um gluggann og sjá að það er kannski léttskýjað. Þá er það fyrsta sem ég fer að hugsa: "hmmm, ætli það sé nógu hlýtt fyrir stuttermabol?" Ég get verið nokkuð örugg um að það er OF hlýtt fyrir stuttermabol. Eitt af því sem ég verð að muna!
Finnur gat ekki hætt að hlægja að mér í gærkvöldi þegar við vorum á leiðinni út um dyrnar í búðina og ég spurði: "Helduru að ég þurfi kannski peysu?"

2) Hér er ekki hitaveituvatn!!! Það má nota heitavatnið úr krananum til að hita, það er bara hitað kalt vatn. Er að hita mér pasta núna og mér finnst ég vera að gera eitthvað svo svakalega vitlaust með því að nota heitt vatn úr krananum, svoleiðis gerir maður ekki! ...jaaaa, kannski bara í Bandaríkjunum, þeir eru hvort eð er allir klikk;)

Margt og mikið...

Héðan er bara allt við það sama. Finnur farinn í vinnuna og við stelpurnar heima. Reyndar er morgunn núna og Hrefna og AnnaSólrún eru sofnaðar aftur.
Haglélið í Chicago núna um daginn var nokkuð magnað! Það var meira að segja nokkuð mikið af því miðað við myndirnar. Við þurfum víst samt ekki að hafa nokkrar áhyggjur, eftir því sem mér skilst er Bush er búinn að fullyrða að það sé engin hætta á neinu sem kallast gróðurhúsaáhrif...(!)

12.6.04

Flutningur:)

Finnur, Hrefna og Anna Sólrún eru að flytja í nýja íbúð næsta laugardag. Við ætlum að byrja að pakka á eftir... Finnur þykist vera byrjaður...
Svo á ég 2 "invæt" á Gmail ef einhver vill, ég er búin að bjóða Unu en fór svo að spá að líklega væri best að spyrja fyrst:) Þetta er rosa sniðugt sérstaklega fyrir ykkur sem eru að fara að missa MR-mailin ykkar. Fyrir utan allt plássið; 1000mb!! Til dæmis má nefna að ég var með 3mb í torginu. Allavega ég er með mailið steinunn@gmail.com fyrir þá sem senda ennþá mail-a:)

11.6.04

Reagan enn einu sinni

Fær maðurinn ekki að hvíla í friði?
Núna eru þeir búnir að fá nóg af þessu öllu saman í DC (lesist dísí:) og senda Reagan aftur til Kaliforníu. Í dag er þá semsagt opinber minningardagur hans vegna. Allt lokað, flestir í fríi. Þeir kannski verða að gera eins mikið veður af þessu eins og þeir geta því enginn forseti hefur dáið í 31ár eða síðan 1973.
EF við gerðum eins mikið úr svona heima á Íslandi myndu alveg örugglega mjöööög margir mótmæla.

Harry Potter

Við Hrefna fórum ásamt systrunum Guðrúnu og Unu í bíó á Harry Potter. Hún var bara nokkuð góð... ég er eignlega bara mjög sátt:)
Ég var rétt byrjuð á 5.bókinni áður en ég fór heim, komst reyndar ekki langt í henni þrátt fyrir að hafa hana í láni í marga mánuði (takk Una:). Bæði vegna skólans og vegna þess að ég var svo rugluð, það er svo margt sem ég man ekki úr hinum bókunum... Þarf að kíkja yfir þá 4. áður en ég held áfram með hina:)

10.6.04

Hafragrautur með Season All

Saltið var búið... Ég segi ekki meira.

Spilispilispil

Algjör leti dagur!!! Sjónvarpsdagur!!!! Það er mjöööög auðvelt að gerast sjónvarpssjúklingur í þessu landi! Alltof margar stöðvar. Mér tókst það meira að segja í dag (9.júní) þrátt fyrir að önnur hver stöð sýndi jarðarför Reagans. Það var fáránlegt, þeir meira að segja "köttuðu" á stöð4 með "Breiking njús" og fóru að sýna jarðarförina... eða athöfnina áður en kistan var send til Wasington eða vott ever og svo eftir að kistan kom þangað. Það á að gera sem mest fjölmiðlafár útúr þessu eins og hægt er! Ég reyndi eftir bestu geta að sneiða framhjá þessum stöðvum áður en Finnur kom að sækja okkur stelpurnar fyrir matarboð hjá Guðrúnu og Snorra, börnum og au pair (systir Guðrúnar).
Við spiluðum þar bæði "eplaspilið" og Carcasonne sem ég skíttapaði í þrátt fyrir miklar yfirlýsingar um að ég hefði verið að kynna þetta spil, reynar aðra útgáfu af því, en samt sem áður:) Ég get náttúrulega ekki unnið í öllu;)
Guðrún bað mig að kenna einhverri stelpu íslensku. Ég veit ekki alveg hvernig það fer en ég á allavega eftir að tala við hana og heyra hvernig þetta verður... Ég er ekki alveg manneskjan í svona kennslu... Virðist samt einhvern vegin alltaf lenda í einhverju svoleiðis... Úff svo enda ég örugglega sem kennari í framtíðinni:) jeeeeah, that would be the day;)

9.6.04

Gestir

Við fengum gesti í kvöld, Augusto og Sarah vinir Finns og Hrefnu. Loksins einhverjir sem borða ekki heldur sveppi!!!:) Við horfðum á The daily show sem er ágætur þáttur. Mjög fyndinn. Finnur skilur ekki afhverju þeir sýna þennan ekki þennan þátt í staðin fyrir Jay Leno heima. Þeir þyrftu eignlega að sýna báða svo mar myndi ekki missa af "selebrití" þættinum. Skemmtilegasta við Jay er að þar er hægt að sjá allt fræga fólkið;) Einmitt eitthvað fyrir stjörnudýrkandi fólk eins og mig;) The daily show er samt mjög fyndinn og það er satt hjá brósa að hann er fyndnari en Jay Leno:)
Við enduðum kvöldið einstaklega skemmtilega þegar ég rústaði strákunum í Guillotine. Hehehe, ég held meira að segja að þetta sé í fyrsta sinn sem ég vinn þetta spil...tvisvar í röð;)

8.6.04

Leiðangur

Við Anna Sólrún vorum að koma heim úr göngutúr/verslunarleiðangri þar sem ég fékk loksins símanr. Ég er þá ekki alveg tengslalaus lengur:) Það er ótrúlegt hvað manni getur þótt sími vera mikil nauðsyn þegar maður er alltaf með gemmsa:)

Kreisí pípol

Það er nú merkilegt hvað kanarnir hérna geta gert úlfalda úr mýflugu og algjörlega mergsjúga allt sem hugsanlega gæti þótt áhugavert. Núna er þeirra fyrrverandi forseti Reagan dáinn. Í dag var svo kistulagninginn fyrir familíuna og að sjálfsögðu var sýnt frá henni beint. Að henni loknu var þjóðinni hleypt inn ... í röðum! Mér leið eins og búið væri að gera lát forsetans fyrrverandi að túristaaðdráttarafli. Þeir meira að segja sýndu beint frá því þegar þjóðin mætti í röðum til að sjá kistu forsetans fyrrverandi. Mér finnst þetta kreisí, eiginlega fáránlegt.

7.6.04

Skoðun

Einmitt núna er verið að yfirfara íbúðina, voða gaman. Ég fer úr einu horni í annað og reyni að vera ekki fyrir. Kem rosalega vel fyrir með því að hlæja öðru hverju. Skemmti mér rosa vel:)

Heimferð

Eftir að hafa gengið frá á sunnudeginum keyrðum við í bæ sem heitir Point Reyes Station (350íbúar), því Hrefnu hafði verið bent á að skoða þar, við hittum þar á eitthvað svona Karnival eða svoleiðis og sáum þar alvöru ameríska skrúðgöngu. Við stoppuðum stutt í bænum en þó til að borða og skoða smá. Við keyrðum líka niður að Kyrrahafi, ótrúlega flott og ég nýtti að sjálfsögðu hvert tækifæri þegar við sáum til strandar að syngja Strandvarðarlagið... sem ég reyndar kunni ekki alveg og blóta mér að sjálfsögðu fyrir að hafa ekki lært textann nóguvel þegar þetta var í sjónvarpinu;)
Á leiðinni sáum við fullt af fánum flaggað í hálfa stöng og skildum ekkert afhverju. Síðan fréttum við að Ronald Reagan hefði dáið. Tíbískt samt að vera í USA og frétta þetta samt síðastur af öllum:)
Fólk sem ég hitti hérna (og þekkir Finn) reynir alltaf að sjá hvað við erum lík, sumir segjast ekki sjá neitt en aðrir halda því fram að við séum alveg eins... ég veit ekki:) Ég verð nú bara að segja: "En hvað Finnur er heppinn að líkjast mér" ;):p

Laugardagurinn

"Klórklórklór" var það fyrsta sem ég vaknaði upp við og ég reyndi að átta mig á því hvort ég væri brjáluð (sem kemur stundum... oft fyrir) eða hvort einhver væri að reyna að vekja mig. Eftir smá stund fór svo tjaldið að skjálfa... ok Finnur var mættur að vekja mig... kl.9 um morguninn. Það var svosem ágætt að missa ekki af pönnsunum en ég lét samt í mér heyra í hvert sinn sem einhverir adrir komu á fætur útsofin;)
Það var mál manna að þvottabjörninn ógurlegi frá kvöldinu áður hefði verið einstaklega smekklegur þegar uppgötvaðist að hann hafði stolið brauði og kókómjólk.
Annars var leið dagurinn bara eins og venjulega í útilegum, við fórum í göngutúr og við Finnur skruppum í búð. Í hópinn bættust 4 þennan daginn með kolin langþráðu þannig að þetta kvöld gátum við grillað sameiginlega kvöldmatinn var algjört æði. Marineraðir sveppir á la Finnur í forrétt sem kláruðust um leið, kjöt, grillaður laukur, kartöflur, maisstönglar, mini peppers og salat og að sjálfsögðu var eftirréttur sem voru grillaðir bananar með súkkulaði.
Þetta kvöld var að sjálsögðu einnig kvöldvaka með varðeldi og í þetta skiptið var gítarinn dreginn fram og sungið og sungið. Einhverra hluta vegna komu engir þvottabirnir í heimsókn það kvöldið en eitthvað varð að gerast svo við plötuðum einn trjádrumb til að ráðast á Eggert. Þ.e.a.s. hann flaug á hausinn við það að ganga á drjádrumb og hruflaði sig. Hann fékk að sjálfsögðu læknishjálp um leið og var sótthreinsaður og vafinn í umbúðir. Menn voru þó ekki sammála um hvort umbúðirnar væru of miklar eða ekki...;)

Fyrsta helgin

Jæja við aftur komin heim í Mountain View eftir tveggja nátta útilegu. Við fórum á föstudeginum eftir að hafa sótt Finn snemma í vinnuna. Ég fékk þá að sjá vinnuna hans loksins;) Mér leist bara nokkuð vel á. Anna Sólrún var að sjálfsögðu hrókur alls fagnaðar og þar af leiðandi lang vinsælust á svæðinu og menn stóðu í röðum til að fá að leika við hana eða halda á henni. Það fannst henni sko ekki slæmt, þeim mun meiri athygli þeim mun betra:) Við lögðum þá af stað eftir að hafa sótt
Finn í vinnuna og snúið við aftur þangað til að sækja peysuna sem hann gleymdi, snúið aftur heim til að sækja rauðvín, ofnæmislyf og hatta. Við gleymdum að sjálfsögðu rauðvíninu aftur. Hvaaa, mar getur ekki munað eftir öllu:)
Við keyrðum í gegnum SanFran á leiðinni og yfir Golden Gate brúna og tókum myndir og svona eins og alvöru túristum sæmir:) Rosa flott.
Við vorum fyrst að mæta á tjaldstæðið og gátum þar af leiðandi valið okkur besta plássið, hehe... Hinir birtust svo stuttu á eftir. Við vorum alls um 30 manns á svæðinu, ca. helmingurinn börn svo þarna var líf og fjör... Enda svosem ekki við öðru að búast þegar Islendinga eru annars vegar;)
Þegar við sátum við varðeldinn okkar um kvöldið sá ég hreyfingu undir einu af borðunum og lýsti í áttina, þar var kominn lítill þvottabjörn sem skaust í burtu með eitthvað skrjáfandi með sér. Hann (eða vinur hans (",)) var samt allt kvöldið í kringum okkur að reyna að leita sér að einhverju ætilegu.

4.6.04

Á ferð og flugi

Komin fænallí til Bandaríkjanna eftir mikið flug og mikið ferðalag...
Allt gekk vel fyrir utan erfiðleika á flugvellinum í Minneapolis þar sem ég þurfti að fara í nýja byggingu og hafði að sjálfsögðu ekki hugmynd um hvernig ég ætti að komast þangað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að leita upplýsinga í information-inu. Þetta hefði ekki tekist ef bandaríkjamenn væru ekki svona súper-dúper friendly;)
Finnur sótti mig á flugvöllinn í SanFran og Anna Sólrún og Hrefna voru að sjálfsögðu vakandi til að taka á móti mér:) Sofa snemma hva...?
Dagurinn fór svo bara í leti enda allt annar tími í mínum heimi, hér er t.d. kvöld en nótt í Mosóbænum heima... Þetta ætti að venjast:)
Stefnan er svo sett á tveggja daga útilegu á morgun norðan við borgina... Jebb í tjaldi:)
Ég stefni á að vera rosa duglega að skrifa en jaaaaa... Finnur hefur ekki mikla trú á að það takist... Sjáum til;)