Neyðarkall!!
Lakkrísinn okkar er búinn!!!
Ég fékk símhringingu í gær úr númeri sem ég þekkti ekki en var greinilega einhverstaðar héðan nálægt. Þegar ég svaraði heyrðist hinu megin: " (hik) uhhh, hvem er det?" með noskum hreim.
Ég var að komast að því að Bandaríkjamenn eru alveg einstaklega sniðugir þegar kemur að frídögum. Sem dæmi má taka að núna lendir 4.júlí á sunnudegi. (4.júlí=þjóðhátíðardagur U.S.A) Margir myndu þá hugsa: "ææææi, nei þá er ekki auka frídagur!" En neeeei, þeir eru svo sniðugir hér að þeir færa frídaginn bara. Þannig að núna á föstudaginn er 4.júlí-frídagur hjá vinnandi fólki því það má að sjálfsögðu ekki mismuna frídögum;)
Þetta er allt að verða heimilislegra og heimilislegra hérna hjá okkur, í dag settum við saman tölvuborðið sem við keyptum í gær í IKEA. Það var að sjálfsögðu sett upp inni hjá mér... Maður býr ekki hjá tölvunarfræðingi án þess að allir (eldri en 6mánaða) fái sína tölvu. :)
Við vorum að koma úr massívum mat hjá Guðrúnu og Snorra... I'm so "sad" I could "spring"! eða eins og sumir segja: "Hef ég nú borðaða yfir mig rétt einu sinni!" ;) taki það til sín sem eiga;)
Anna Sólrún átti 6mánaða afmæli í dag, af því tilefni voru að sjálfsögðu teknar fullt af myndum af henni (ekki að það sé neitt nýtt:) Hún er orðin rosa stór. Við skruppum út á róló og hún rólaði sér meira að segja alveg sjálf... í barnarólunum sem eru hannaðar fyrir pínulitla krakka:) Henni fannst það rosalega gaman!
Allt er við það sama hérna, við erum að koma okkur betur og betur fyrir.
Ég hef hafið nám í Stanford... Ok, kannski ekki alveg:) Við Anna Sólrún vorum einar heima fyrri partinn í gær meðan Hrefna var á ráðstefnu niður í skóla. Við frænkurnar skruppum þó í heimsókn seinni partinn og hlustuðum á fyrirlestur um fóbíu... eða sjúkdóm... eða eitthvað sem lýsir sér þannig að manneskja í hárri stöðu eða langskóla gengin finnist hún ekki vera nógu góð til að vera þarna og bíði eftir því að fólkið í kring komist að því. Þetta var bara nokkuð skemmtilegur fyrirlestur, mikið hlegið og mjög áhugaverður. Ég get þá allavega sagt að ég hafi setið á skólabekk í Stanford háskóla:) Rosa merkileg!! ;)
Í dag erum við loksins flutt. Við fluttum bara í dag:). Seinustu tveir dagar hafa hreinlega farið í að pakka og flýja hitann í íbúðinni sem var steikjandi. Sem dæmi má taka daginn í gær þar sem við tókum eitt stykki maraþon-pakkningu og hlupum svo út og keyrðum til Guðrúnar til að ofnota sundlaugina þeirra og gestrisni:) Þar pöntuðum við fjall af thailenskum mat og spiluðum fram eftir kvöldi. Ég gisti þar um nóttina þar sem við komumst ekki öll fyrir í bíl til baka. Finnur hafði nefninlega komið með Guðrúnu eftir vinnu. Ég stal þar rúminu hennar Unu og svaf þar með í rúmi í fyrsta sinn í tvær og hálfa viku. Það var frábært, án þess að ég hallmæli vindsænginni minni:) Við fáum mögulega queen size rúm á morgun.
Ég er nú eiginlega ekkert búin að blogga upp á síðkastið. Það sem er búið að gerast hér seinustu daga erað Hólmfríður og Óli (vinir Finns og Hrefnu) komu núna miðvikudaginn. Þá var nú kátt í höllinni. Okkur tókst að troða okkur 6 með Önnu í svefnpláss. Finnur, Hrefna og Anna í svefnherberginu sínu, Hólmfríður og Óli í stofunni og ég í eldhúsinu. Fleirum hefði ekki mögulega getað verið komið þar fyrir:)
Hitinn í dag fór eitthvað aðeins upp fyrir 30°C, sem er alveg allt allt of heitt fyrir litla Íslendinginn:) Þessi hiti þýddi líka að við Hrefna bjuggumst við að það yrði fullkomlega ólíft í íbúðinni þegar sólin færi að skína inn um gluggann... Við bjuggumst bara ekki við að það gerðist svona snemma!!!
Það er tvennt sem einkennir mig sem Íslending hérna. Það eru þessir litlu hlutir sem ég get alls ekki vanið mig af.
Héðan er bara allt við það sama. Finnur farinn í vinnuna og við stelpurnar heima. Reyndar er morgunn núna og Hrefna og AnnaSólrún eru sofnaðar aftur.
Finnur, Hrefna og Anna Sólrún eru að flytja í nýja íbúð næsta laugardag. Við ætlum að byrja að pakka á eftir... Finnur þykist vera byrjaður...
Fær maðurinn ekki að hvíla í friði?
Við Hrefna fórum ásamt systrunum Guðrúnu og Unu í bíó á Harry Potter. Hún var bara nokkuð góð... ég er eignlega bara mjög sátt:)
Algjör leti dagur!!! Sjónvarpsdagur!!!! Það er mjöööög auðvelt að gerast sjónvarpssjúklingur í þessu landi! Alltof margar stöðvar. Mér tókst það meira að segja í dag (9.júní) þrátt fyrir að önnur hver stöð sýndi jarðarför Reagans. Það var fáránlegt, þeir meira að segja "köttuðu" á stöð4 með "Breiking njús" og fóru að sýna jarðarförina... eða athöfnina áður en kistan var send til Wasington eða vott ever og svo eftir að kistan kom þangað. Það á að gera sem mest fjölmiðlafár útúr þessu eins og hægt er! Ég reyndi eftir bestu geta að sneiða framhjá þessum stöðvum áður en Finnur kom að sækja okkur stelpurnar fyrir matarboð hjá Guðrúnu og Snorra, börnum og au pair (systir Guðrúnar).
Við fengum gesti í kvöld, Augusto og Sarah vinir Finns og Hrefnu. Loksins einhverjir sem borða ekki heldur sveppi!!!:) Við horfðum á The daily show sem er ágætur þáttur. Mjög fyndinn. Finnur skilur ekki afhverju þeir sýna þennan ekki þennan þátt í staðin fyrir Jay Leno heima. Þeir þyrftu eignlega að sýna báða svo mar myndi ekki missa af "selebrití" þættinum. Skemmtilegasta við Jay er að þar er hægt að sjá allt fræga fólkið;) Einmitt eitthvað fyrir stjörnudýrkandi fólk eins og mig;) The daily show er samt mjög fyndinn og það er satt hjá brósa að hann er fyndnari en Jay Leno:)
Við Anna Sólrún vorum að koma heim úr göngutúr/verslunarleiðangri þar sem ég fékk loksins símanr. Ég er þá ekki alveg tengslalaus lengur:) Það er ótrúlegt hvað manni getur þótt sími vera mikil nauðsyn þegar maður er alltaf með gemmsa:)
Það er nú merkilegt hvað kanarnir hérna geta gert úlfalda úr mýflugu og algjörlega mergsjúga allt sem hugsanlega gæti þótt áhugavert. Núna er þeirra fyrrverandi forseti Reagan dáinn. Í dag var svo kistulagninginn fyrir familíuna og að sjálfsögðu var sýnt frá henni beint. Að henni loknu var þjóðinni hleypt inn ... í röðum! Mér leið eins og búið væri að gera lát forsetans fyrrverandi að túristaaðdráttarafli. Þeir meira að segja sýndu beint frá því þegar þjóðin mætti í röðum til að sjá kistu forsetans fyrrverandi. Mér finnst þetta kreisí, eiginlega fáránlegt.
Einmitt núna er verið að yfirfara íbúðina, voða gaman. Ég fer úr einu horni í annað og reyni að vera ekki fyrir. Kem rosalega vel fyrir með því að hlæja öðru hverju. Skemmti mér rosa vel:)
Eftir að hafa gengið frá á sunnudeginum keyrðum við í bæ sem heitir Point Reyes Station (350íbúar), því Hrefnu hafði verið bent á að skoða þar, við hittum þar á eitthvað svona Karnival eða svoleiðis og sáum þar alvöru ameríska skrúðgöngu. Við stoppuðum stutt í bænum en þó til að borða og skoða smá. Við keyrðum líka niður að Kyrrahafi, ótrúlega flott og ég nýtti að sjálfsögðu hvert tækifæri þegar við sáum til strandar að syngja Strandvarðarlagið... sem ég reyndar kunni ekki alveg og blóta mér að sjálfsögðu fyrir að hafa ekki lært textann nóguvel þegar þetta var í sjónvarpinu;)
"Klórklórklór" var það fyrsta sem ég vaknaði upp við og ég reyndi að átta mig á því hvort ég væri brjáluð (sem kemur stundum... oft fyrir) eða hvort einhver væri að reyna að vekja mig. Eftir smá stund fór svo tjaldið að skjálfa... ok Finnur var mættur að vekja mig... kl.9 um morguninn. Það var svosem ágætt að missa ekki af pönnsunum en ég lét samt í mér heyra í hvert sinn sem einhverir adrir komu á fætur útsofin;)
Jæja við aftur komin heim í Mountain View eftir tveggja nátta útilegu. Við fórum á föstudeginum eftir að hafa sótt Finn snemma í vinnuna. Ég fékk þá að sjá vinnuna hans loksins;) Mér leist bara nokkuð vel á. Anna Sólrún var að sjálfsögðu hrókur alls fagnaðar og þar af leiðandi lang vinsælust á svæðinu og menn stóðu í röðum til að fá að leika við hana eða halda á henni. Það fannst henni sko ekki slæmt, þeim mun meiri athygli þeim mun betra:) Við lögðum þá af stað eftir að hafa sótt
Komin fænallí til Bandaríkjanna eftir mikið flug og mikið ferðalag...