Frídagar
Ég var að komast að því að Bandaríkjamenn eru alveg einstaklega sniðugir þegar kemur að frídögum. Sem dæmi má taka að núna lendir 4.júlí á sunnudegi. (4.júlí=þjóðhátíðardagur U.S.A) Margir myndu þá hugsa: "ææææi, nei þá er ekki auka frídagur!" En neeeei, þeir eru svo sniðugir hér að þeir færa frídaginn bara. Þannig að núna á föstudaginn er 4.júlí-frídagur hjá vinnandi fólki því það má að sjálfsögðu ekki mismuna frídögum;)
Ég legg til að við gerum það sama heima, með 17.júní og aðra daga, s.s. páskadag, jól, að ógleymdum öðrum í jólum o.s.frv. Rúsínan í pylsuendanum eru svo auðvitað hvítasunna og pálmasunnudagur... ;)
6 Ummæli:
Ferðu ekki bara með þetta erindi inn á Alþingi? Ég væri alveg til í fleiri frídaga. Hhhmmmmmm......
-Berglind Inga
Hæ elsku steinunn! Það væri sniðugt.Þú gerir ekki annað en að vera í grillveislum! EN gaman. Hvað með það sem ég bað þig um að gera? ERtu búin að njóta ameríkunnar? Ha? Chilli´s!!!!shake!!!! -Hanna best
hehe jebb ég er alltaf í grillveislum, hvað annað gera þessir ameríkanar?
Reyndar eru grillveislurnar bara hjá Íslendingunum en hey!
Já ég þarf að fara að fara að fara eftir dagskránni þinni;) Ég reyndar veit bara ekki hvar næsti chilli's er hérna nálægt, en ég mun finna hann! ;)
Mest kúl væri að taka sunnudaga út á miðvikudögum!!! :)
Óli Ágúst
Já og svo laugardagana á mánudögum!
Eigum við ekki bara að sleppa allri vikunni en fá samt borgað eins og við værum í fullri vinnu....allavega á sumrin! Þá gætum við hin, sem ekki erum alltaf í grillveislum, kannski fengið smá SUMARFRÍ!!!!!!! Ólíkt örðum. Ég er sko ekkert bitur.
Berglind Inga
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim