18.6.04

17.júní og fleira

Ég er nú eiginlega ekkert búin að blogga upp á síðkastið. Það sem er búið að gerast hér seinustu daga erað Hólmfríður og Óli (vinir Finns og Hrefnu) komu núna miðvikudaginn. Þá var nú kátt í höllinni. Okkur tókst að troða okkur 6 með Önnu í svefnpláss. Finnur, Hrefna og Anna í svefnherberginu sínu, Hólmfríður og Óli í stofunni og ég í eldhúsinu. Fleirum hefði ekki mögulega getað verið komið þar fyrir:)

Í gær var svo 17. júní. Ég hugsaði til Íslendinganna í rigningunni heima (er ekki alltaf rigning 17.júní?). ;) Hér verður ekki haldið upp á 17.júní fyrr en 20.júní:) Þá er okkur boðið í tvær grillveislur. Það er að vísu ekki enn komið í ljós hvort við komumst vegna flutninga og annarra atburða:)
Eitthvað varð nú að gera á 17.júní og við Hólmfríður og Óli skruppum til SanFran þar sem við skoðuðum borgina, söfn og fórum í gamaldags cable car.
Þetta var nú samt ein ódýrasta skoðunarferð sem ég hef farið í. Við borguðum í lestina til og frá borginni. Því næst fengum við okkur að borða á McDonalds (þeir hafa svoleiðis líka í USA!!!;)). Á göngu okkar um götur borgarinnar rákumst við á nýlistasafnið og ákváðum að kíkja þar inn. Aðgangseyrinn var 10$ og meðan við veltum því fyrir okkur hvort það væri of mikið eða ekki fengum við gefins miða frá krökkum sem höfðu verið á safninu á undan okkur. Þau höfðu komið svo snemma um morguninn að enginn hafði rifið af miðunum þeirra og þeir virtust alveg ónotaðir:) Við prísuðum okkur sæl með þetta og skoðuðum okkur um frítt.
Því næst lá leið okkar í kínahverfið sem við fórum í gegnum á 5mín. Við fórum þar í gegn að vísu aftur og skoðuðum betur seinna.
Við kíktum á cable car safnið og fórum þar á eftir í cable car og keyrðum um bæinn. Safnið var frítt en ekki farið með cable car-inum... Nema þegar um okkur er að ræða:) Í cable car-inum ætlaði maðurinn að rukka okkur en hætti svo við af því að þetta var svo stutt leið. Hann kom okkur þó í skilning um það að þetta væri sko ekki venjulega gert, hann væri bara svo einstaklega góður:)

Þennan dag voru Finnur og Hrefna búin að vera saman í 10ár, ótrúlegt en satt. Einnig áttu Eyrún systir og Vignir 15ára brúðkaupsafmæli (sem þýðir að það eru 15ár síðan ég var brúðarmær:). Þeim öllum óska ég innilega til hamingju:)

2 Ummæli:

Þann 10:57 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

við skulum bara hafa eitt á hreinu Steinunn. ÞAÐ VAR EKKI RIGNING Á 17. JÚNÍ. Það var meira að segja bara sól og fínerí en samt enginn 30 stiga hiti. Regnhlífin var skilin eftir heima þetta árið :Þ

 
Þann 5:02 f.h. , Blogger Steinunn sagði...

Aha, segið mér það;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim