14.6.04

Vani

Það er tvennt sem einkennir mig sem Íslending hérna. Það eru þessir litlu hlutir sem ég get alls ekki vanið mig af.

1) Að líta út um gluggann og sjá að það er kannski léttskýjað. Þá er það fyrsta sem ég fer að hugsa: "hmmm, ætli það sé nógu hlýtt fyrir stuttermabol?" Ég get verið nokkuð örugg um að það er OF hlýtt fyrir stuttermabol. Eitt af því sem ég verð að muna!
Finnur gat ekki hætt að hlægja að mér í gærkvöldi þegar við vorum á leiðinni út um dyrnar í búðina og ég spurði: "Helduru að ég þurfi kannski peysu?"

2) Hér er ekki hitaveituvatn!!! Það má nota heitavatnið úr krananum til að hita, það er bara hitað kalt vatn. Er að hita mér pasta núna og mér finnst ég vera að gera eitthvað svo svakalega vitlaust með því að nota heitt vatn úr krananum, svoleiðis gerir maður ekki! ...jaaaa, kannski bara í Bandaríkjunum, þeir eru hvort eð er allir klikk;)

3 Ummæli:

Þann 1:13 f.h. , Blogger Ómar sagði...

Það má líka nota heita vatnið heima hjá mér.. það er líka hitað kalt vatn :)

 
Þann 4:55 f.h. , Blogger Steinunn sagði...

Iss það er líka allt hægt heima hjá þér!! Er kannski fjarstýring á því líka?!?! *öfund*öfund* ;)

 
Þann 10:46 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ steinunn ég sakna þín.. Hafðu það gott! -Hanna rut

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim