4.6.04

Á ferð og flugi

Komin fænallí til Bandaríkjanna eftir mikið flug og mikið ferðalag...
Allt gekk vel fyrir utan erfiðleika á flugvellinum í Minneapolis þar sem ég þurfti að fara í nýja byggingu og hafði að sjálfsögðu ekki hugmynd um hvernig ég ætti að komast þangað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að leita upplýsinga í information-inu. Þetta hefði ekki tekist ef bandaríkjamenn væru ekki svona súper-dúper friendly;)
Finnur sótti mig á flugvöllinn í SanFran og Anna Sólrún og Hrefna voru að sjálfsögðu vakandi til að taka á móti mér:) Sofa snemma hva...?
Dagurinn fór svo bara í leti enda allt annar tími í mínum heimi, hér er t.d. kvöld en nótt í Mosóbænum heima... Þetta ætti að venjast:)
Stefnan er svo sett á tveggja daga útilegu á morgun norðan við borgina... Jebb í tjaldi:)
Ég stefni á að vera rosa duglega að skrifa en jaaaaa... Finnur hefur ekki mikla trú á að það takist... Sjáum til;)

5 Ummæli:

Þann 5:22 f.h. , Blogger Finnur sagði...

Til hamingju með nýja bloggið! :)

 
Þann 9:10 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Glæsilegt! bara með eigið blogg :)
Ég fylgist spenntur með!!
kv. Baddi

 
Þann 10:06 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Snökt, snökt, strax farin að sakna þín, buhhhhhhhhhhhhhh. En ég fylgist bara með þessu frábæra bloggi! Kveðja, Inga

 
Þann 7:47 e.h. , Blogger Una sagði...

Neineinei sæl Steinunn gott að sjá að þú ert komin með blogg svo við getum fylgst með þér þarna úti!

 
Þann 10:35 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ elsku steinunn mín... gott að þú komst heil á höldnu.Góða skemmtun í útileigu. þú verður að blogga allt sem gerist, hvort sem það er djúsi eða íkt venjulegt. ég sakna þín bestasta vinkona... kannski ég fái mér líka blogg svo þú getir lesið um mig :) bið að heilsa finni og fjölsk. og auðvitað svasseneiker.
P.S. hvernig gengur annars að tala með íslenska hreimnum?
frá þinni bestustu bestuvinkonu hanna panna

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim