28.6.04

Allt við það sama:)

Þetta er allt að verða heimilislegra og heimilislegra hérna hjá okkur, í dag settum við saman tölvuborðið sem við keyptum í gær í IKEA. Það var að sjálfsögðu sett upp inni hjá mér... Maður býr ekki hjá tölvunarfræðingi án þess að allir (eldri en 6mánaða) fái sína tölvu. :)
Þar að auki voru settar upp gardínustangir, gardínur og að sjálfsögðu hengdar upp myndir. Þetta tókst okkur allt áður en við stukkum út í bíl til Söruh sem kom að sækja okkur í grillveislu.

Við ættum núna að fara að geta haldið almennilegar grillveislur hér líka því Jónína og Eggert vinafólk Finns og Hrefnu eru að flytja heim til Íslands og gáfu þeim grill... Ég má nú ekki gleyma örbylgjuofninum sem þau gáfu þeim líka og hjólið. Einmitt það sem vantaði hérna. :)

Annars er ég ekki á leiðinni til Norge í haust. Ef einhver getur komið með alveg rosalega sniðuga hugmynd um hvað ég á að gera í haust endilega komið með hana. Ég er svona að spá og spegulera. Er með ýmislegt í huga en veit samt ekki. Það eru svona upp og niður hliðar og svoleiðis:)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim