24.6.04

Alvöru Ameríka

Allt er við það sama hérna, við erum að koma okkur betur og betur fyrir.
Við fengum í kvöld gesti í mat, Augusto, Sarah og Todd.
Þá fyrst sá ég almennilega að ég var komin til Bandaríkjanna! Strákarnir eru með plan... Þ.e.a.s. hvernig líf þeirra á að verða. Það er beisiklí það að klára skóla, fá góða vinnu, gifta sig og eignast börn. Ok, ok, það pæla örugglega allir í þessu en þetta var svo nákvæmt, við erum að tala um að hlutirnir eru miðaðir við aldur og ártöl og rétta röð. Ég er ekkert sérstaklega kannski að tala um þau þannig. Þau sögðu líka frá öðrum vinum sínum sem voru með allt planlagt 10ár fram í tímann.
Það sýnir mér kannski bara hvað Íslendingar eru afslappaðri með þetta, án þess að ég segi hvort sé betra. Ég er bara vön því að allir hugsi mest bara um líðandi stund... Kannski aðeins fram í tímann svona til að lifa af en annars bara...

Ég var samt að heyra eitt merkilegt í kvöld. Hér mun víst vera löglegt að skjóta manneskju sem er á þinni eign... þ.e.a.s. ef þú varar manneskjuna við áður. Ohhhh, sumt er sillí!

2 Ummæli:

Þann 3:46 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég veit ekki á hverju Kaninn finnur upp á næst! Jú, ég veit. Það má drepa einhvern ef þú bara spyrð um leyfi fyrst! "Heirðu fyrirgefðu, mætti ég nokkuð skjóta þig?"

 
Þann 3:47 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

-Berglind

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim