16.6.04

Hiiiiiti!!!

Hitinn í dag fór eitthvað aðeins upp fyrir 30°C, sem er alveg allt allt of heitt fyrir litla Íslendinginn:) Þessi hiti þýddi líka að við Hrefna bjuggumst við að það yrði fullkomlega ólíft í íbúðinni þegar sólin færi að skína inn um gluggann... Við bjuggumst bara ekki við að það gerðist svona snemma!!!
Við öll hér ákváðum að bjóða okkur sjálfum í mat til Guðrúnar og Snorra um kvöldið til að flýja hitann! Aldrei datt okkur þó í hug að klukkan 2 yrði orðið svona svækja! Sólin hefði ekki átt að komast í íbúðina fyrr en um 5 leytið.
Bjargvættur okkar stelpnanna var þó Una systir Guðrúnar sem fékk þá snilldar hugmynd að bjóða okkur í sundlaugina sem þau eru með í garðinum. Deginum var bjargað!!
Finnur var þó fjarri góðu gamni því hann þarf víst að vinna. Hann var þó heppinn að hafa lofkælingu þar;)
Finnur kom þó til okkar í grill og spil.
Anna Sólrún skemmti sér konunglega í sundinu og buslaði og skríkti.

Að allt öðru; á morgun fjölgar hjá okkur því Hólmfríður og Óli koma hingað í viku eftir ferðalag þeirra um Perú. Brjálað fjör:)

3 Ummæli:

Þann 6:33 e.h. , Blogger Una sagði...

Steinunn, ég vil að þú losir þig við þessa Unu. Ég hef illan bifur á henni, ég held hún sé með eitthvað plott í gangi.

 
Þann 12:19 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ steinunn!
Þar sem þú ert í usa eru ýmis atriði sem nauðsynlegt er að upplifa! til dæmis að fara á chilli's og fá sér súkkulaði sjeik! MUST!!!:)
Einnig að fara í feitt moll (victorias secret) og versla!
Síðast en ekki síst fara í WALL-MART og fríka út!
Þá get ég sætt mig við það að þú sért úti en ekki heima hjá mér!!!
Bið að heilsa FINNI og co. og Wall-mart og chilli's súkkulaði sjeiknum!
Hanna Rut best

 
Þann 5:16 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Ég verð nú að gera allt til að þú getir sætt þig við það:) Ég get huggað þið við að ég er búin að fara í Wall mart;) Hitt kemur seinna:)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim