7.6.04

Fyrsta helgin

Jæja við aftur komin heim í Mountain View eftir tveggja nátta útilegu. Við fórum á föstudeginum eftir að hafa sótt Finn snemma í vinnuna. Ég fékk þá að sjá vinnuna hans loksins;) Mér leist bara nokkuð vel á. Anna Sólrún var að sjálfsögðu hrókur alls fagnaðar og þar af leiðandi lang vinsælust á svæðinu og menn stóðu í röðum til að fá að leika við hana eða halda á henni. Það fannst henni sko ekki slæmt, þeim mun meiri athygli þeim mun betra:) Við lögðum þá af stað eftir að hafa sótt
Finn í vinnuna og snúið við aftur þangað til að sækja peysuna sem hann gleymdi, snúið aftur heim til að sækja rauðvín, ofnæmislyf og hatta. Við gleymdum að sjálfsögðu rauðvíninu aftur. Hvaaa, mar getur ekki munað eftir öllu:)
Við keyrðum í gegnum SanFran á leiðinni og yfir Golden Gate brúna og tókum myndir og svona eins og alvöru túristum sæmir:) Rosa flott.
Við vorum fyrst að mæta á tjaldstæðið og gátum þar af leiðandi valið okkur besta plássið, hehe... Hinir birtust svo stuttu á eftir. Við vorum alls um 30 manns á svæðinu, ca. helmingurinn börn svo þarna var líf og fjör... Enda svosem ekki við öðru að búast þegar Islendinga eru annars vegar;)
Þegar við sátum við varðeldinn okkar um kvöldið sá ég hreyfingu undir einu af borðunum og lýsti í áttina, þar var kominn lítill þvottabjörn sem skaust í burtu með eitthvað skrjáfandi með sér. Hann (eða vinur hans (",)) var samt allt kvöldið í kringum okkur að reyna að leita sér að einhverju ætilegu.

1 Ummæli:

Þann 10:29 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ, frábært að fá að fylgjast með ævintýrum þínum í USA hér! Bið að heilsa öllum. Kveðja, Alla mágkona

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim