10.9.09

Fögur er sveitin ;)

Eftir skóla í dag var ég búin að ákveða að kíkja í IKEA að kaupa eitthvað smávægilegt til að klára vegginn sem ég er að byggja (#sungið# Steinunn byggir, dúdúrú #). Herdís var svo skemmtileg að veita mér félagsskap á leiðinni og við hoppuðum tvær inn í strætó nr. 3. Hann fer í IKEA. Sennilega eina sem ég veit almennilega um strætóana hér ;)
Þetta varð þó aðeins ævintýralegri ferð en við áttum von á! Þegar við erum búnar að keyra í 10-15 mín sé ég IKEA á hægri hönd (sem er óvanalegt). Ég fór að velta fyrir mér að strætó væri nú að fara óvenjulega leið miðað við seinast þegar ég tók strætó þangað, en hann hljóti bara að taka einhvern hring. ...svo keyrir strætó bara frá IKEA og tekur engan hring. Við Herdís lítum hvor á aðra... Ákveðum að sitja samt um kyrrt, strætó hlýtur að snúa við á endanum. Það var ekkert voðalega gáfulegt því hann keyrði bara lengra og lengra. Á endanum fara allir út og strætóbílstjórinn segir að hér verðum við að fara líka. Jæja, við höfðum þá fengið að sjá aðeins sveitina á Jótlandi... svona þannig. Við vorum komnar til Trige, 12 km frá Århus og 40 mín bið í næsta strætó. Við nenntum ekki að bíða þannig að við löbbuðum í IKEA ca. 6km og vorum næstum komnar þegar strætó keyrði framhjá. Gengum á hjólaveginum því það var enginn gangstétt. Svakalegur dugnaður. Vöktum þó mikla athygli ökumanna sem við mættum.
Ég komst að því að danir taka bara framúr þó það sé bíll á koma á móti. Vegirnir eru það breiðir að þeir gera komast alveg þrír fyrir hlið við hlið svo þeir nýta sér það bara. Sá þetta alveg nokkrum sinnum á leiðinni, einn að taka framúr og mætir um leið bíl að koma á móti. Mér var ekki alveg sama. Sennilega ekkert svakalega gáfulegt að rölta svona meðfram sveitavegunum.
Eftir IKEA innkaupin og skyldu-IKEA-pylsuna þurftum við að bíða í 40 mín eftir strætó og vorum ekki komnar heim fyrr en hálf 9. Þess vegna er ég ennþá vakandi, er ekki alveg að átta mig á að klukkan er orðin hálf 2 hjá mér. Kannski ég ætti að koma mér í rúmið.... ætla aðeins að pæla í því ;)

2 Ummæli:

Þann 5:01 f.h. , Blogger Finnur sagði...

Danirnir störðu á ykkur út um framrúðuna og hugsuðu: "Þessir Íslendingar... hafa ekki einu sinni efni á strætó eftir hrunið!" ;)

 
Þann 10:36 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Það er samt nokkuð til í því. Með því að kaupa 10 skipta kort borgar maður jafn mikið fyrir ferðina eins og maður borgar á Íslandi ;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim