2.9.07

Seinasti dagurinn í Kaliforníu

Sváfum lengi þennan dag, enda urðum við að safna upp svefni fyrir löngu ferðina heim. Finnur sótti okkur svo upp úr hádegi svo við gætum kíkt í hádegismat með honum í Google, úúúúú :D
Þegar í vinnuna hans var komið fundum við strax stæði og Finnur kom með þá snilldar setningu (svona ef maður pælir í hvað vinnan hans er flott): "Yes! Stæði! Venjulega neyðist ég til að fara með bílinn að aðalinnganginum og láta einhvern leggja bílnum fyrir mig!"
Allt var alveg ótrúlega flott! Nokkur mötuneyti um að velja; indverskt, japanskt, ítalskt og fleira og fleira. Og aldrei sami maturinn sagði Finnur okkur svo fjölbreytnin er mikil.
Fyrir þá sem hafa séð myndir af Google og ekki trúað þá get ég staðfest að þetta er allt satt ;) Fyrir þá sem ekki hafa séð þær þá eru þær hér.
Eftir matinn (já ég borðaði yfir mig rétt einu sinni;) fórum við heim að klára að pakka. Hitinn var alveg óbærilegur og örugglega í hámarki einmitt á þessum tíma og ég lagðist eiginlega beint í rúmið í hitasvækjunni og ætlaði aldrei að komast út úr því. Skil vel að fólk skuli geta dáið úr hita! Einar náði þó að draga mig urrandi á fætur og í sund þar sem okkur fór að líða muuuun betur. Við vorum því miður ekki þau einu sem fengu þá hugmynd því laugin var stútfull, bæði var sundnámskeið í hálfri lauginni og öllum hinum troðið í hinn helminginn. Nú veit ég hvernig sardínum líður ;)
Um kvöldið elduðum við alveg ótrúlega gott innralæri sem Finnur hafði keypt. Það var alveg fáránlega gott, alveg passlega eldað og ótrúlega mjúkt og gott. Held hreinlega að við höfum aldrei borðað jafn gott kjöt.
Ég hafði sagt við Önnu Sólrúnu að við Einar værum að fara um kvöldið til Íslands og hún yrði að gefa mér stór knús áður en ég færi því það væri svo langt þangað til við sæjum hvor aðra næst. Hún ætlaði sko ekki að gleyma því og oft um kvöldið spurði hún:
"Ertu að fara núna?" og ég sagði nei,
"ok, þú mátt ekki gleyma knúsinu þínu!".
Þegar ég skrapp á klósettið heyrðist:
AS: "Steinunn! Ertu farin?"
SÞÞ: "Neinei, er bara á klósettinu"
AS: "Ok, þú mátt ekki gleyma knúsinu þínu!"
Við Einar fengum svo bæði almennileg knús og boð um að koma aftur í heimsókn og Anna sagðist sko alveg vera tilbúin að lána okkur rúmið aftur :D
Á flugvellinum var svo Matti frændi Einars sóttur því hann þurfti fylgd þar sem hann er ekki orðinn 15 ára. Þá má víst ekki fljúga milli fylkja en hann mátti fljúga frá OC til okkar ef Einar kæmi að sækja hann með skilríki sem sannaði að hann væri sá sem hann ætti að vera :)
Annars var ferðin allt of fljót að líða og helst hefðum við verið til í að vera í 10 daga í viðbót.
Takk fyrir að hýsa okkur og snúast í kringum okkur, Finnur, Hrefna, AnnaSólrún og BjarkiFreyr :D

1 Ummæli:

Þann 2:30 f.h. , Blogger Finnur sagði...

Takk fyrir komuna! Við erum strax farin að undirbúa jólaheimsóknina ykkar! ;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim