31.8.04

Bloggedíblogg

Eftir nokkuð reglulega 3mánaða blogg er ég komin í frí... Nei kannski ekki alveg. Ég ætti að fara að blogga aftur um leið og við fáum nettengingu aftur í Mosó. Tölvan heima mótmælti för minni heiftarlega með því að fremja sjálfsmorð. Sem betur fer hugsar brósi fyrir öllu og gerði koppíu af harðadisknum;) Hjúkk mar.
(Það bjargaði líka því að við fáum loksins adsl sem sumir hafa suðað um í laaaaaaangan tíma:))

26.8.04

Lent

Komin heil á höldnu heim.... Ekkert búin að sofa... Get ekki skrifað... zzzzzz

25.8.04

Heim...

Jæja, þá er sumarið liðið!! Ótrúlegt hvað þetta líður hratt! Ég er nýkomin hingað...
Jæja, ég er að fara út á flugvöll núna. Lítur út fyrir langa ferð... ég á að lenda heima eftir 19tíma og 20mín og er ekkert búin að sofa.
Sé ykkur á Íslandi í fyrramálið.

23.8.04

Getur e-r þýtt?

Ég fann link inn á síðuna mína þar sem eina sem ég skil er: "Hvaða tungumál er þetta eiginlega?????" Getur einhver þýtt afganginn? :

"Tara said...
Porque está aqui este blog???? Como o descobri? Do que trata afinal? Que lingua é esta? Não sei... Mas a resposta é porque fiquei desiludida com a ordem das cores do arco-iris.. na minha opiniao amarelo,laranja,rosa, vermelho, azul, verde e roxo tinha mto mais logica!!!P.S. já agora, andava á procura de um site sobre gatos estrabicos que ladram e mijam em copos altos com macieira e gelo..."

Ég er bara svo forvitin... Hmmm, þetta gæti verið eitthvað slæmt... Jæja, þá eyði ég því bara í fyrramálið:D

Helgaryfirlit

Skrítið hvað seinustu dagarnir eru alltaf fljótir að líða! Helgin hefur flogið frá mér svo hratt að ég hef ekkert náð að blogga neitt.

Á föstudeginum fórum við í partý í vinnunni hans Finns. Þvílíkt fjör! Trambólín, sundlaug með stökkpalli, brjálað stórt og flott hús og risa garður! Allt í Santa Cruz en þar hef ég komið tvisvar í sumar. Æðislegur staður, einmitt staðurinn til að búa á í ellinni... Ef maður vill búa í sólinni í ellinni. Við Finnur vorum í sundlauginni í einhverja 2-3 tíma og gerðist meira að segja svo kræf að vera sólarvarnar laus en sluppum við bruna, ótrúlegt en satt:) Fjörugur dagur enda rotaðist ég gjörsamlega eftir hann.

Laugardagurinn fór í sjopperí... Mig vantar buxur! Það er ekki það að ég hafi fitnað! Þeir segja kannski að barni vaxi en brókin ekki en það segir enginn að brækurnar minnki ekki! Ég held mig við það, þær minnkuðu!
Mér tókst að sjálfsögðu að ekki að finna neitt en Finnur og Hrefna gerðu stórinnkaup... Ohhh, óþolandi!! Ég náði samt að kaupa mestan part af gjöfunum þannig að ég þarf ekki að leggjast í keypti-ekkert-þunglyndi;)

Sunnudaginn var jafn pakkaður og hinir (já við eyddum öllum laugardeginum í að versla!). Við vöknuðum eftir allt of stuttan svefn (við Hrefna vorum að flokka MARGAR myndir í framköllun). Leið okkar þennan dag lá til Alcatraz fangelsisins á Djöflaeyjunni frægu. Mjög interesting ferð... eins og sjá má af myndunum sem teknar voru af mér þar! Ég er vægast sagt einbeitt á þeim myndum.

Nokkuð bissí helgi og myndasíður Finns og Hrefnu meira að segja að mestu á réttum stað útaf ofvirkni Hrefnu! Næstu dagar verða líklega ekkert skárri; nóg að gera þar til ég fer heim... Það er allt of stutt í það, ég veit ekki hvort mér á að finnast gott eða slæmt að vera að fara... Það verður fínt að koma heim en það er líka frábært að vera hérna... Ohhh, erfitt líf! Ég verð bara að koma aftur!

20.8.04

Falli mér allar feigar flær úr flösu!

Hið órtúlega hefur gerst!! Hrefna setti á netið 7, mögulega 8 myndasíður á netið (er að vinna í 8.)!! Þetta þýðir að þau eru komin á réttan stað í myndunum!!! Það sem er nýtt á netinu gerðist bara seinustu helgi!!! Þetta er ótrúlegt!
...Nú bíð ég bara eftir að sjá svín fljúga!

18.8.04

Stubbar segja bæbæ stubbar segja bæbæ!!

Við Hrefna byrjuðum morguninn í gær á að horfa á LazyTown í sjónvarpinu. Una hafði hringt í okkur og látið okkur vita:) Þvílíkt fjör, Maggi Scheving og Stefán Karl. Ég verð að segja það að hann Stefán Karl er snillingur!! Snilldar leikari:) Svona verða næstu morgnar hjá mér! LazyTown!!! ;)

Í gærkvöldi var svo kveðjupartý því þau Elvar og Veronica og börn eru að flytja til Boston núna bráðlega.
Svo eru Guðrún, Snorri, Sif, Baldur og Una að fara að skreppa til San Diego á föstudaginn þannig að þetta var seinasta matarboðið mitt hjá þeim:( Kannski kem ég einhvern tíma aftur til Kaliforníu... Hver veit:)
Maturinn var æðislegur og kvöldið frábært.
Guðrún og Snorri, bara takk fyrir mig!!
Una, ég kíki í kaffi til þín þegar þú kemur til landsins!! :)

17.8.04

Afmæli

Hann pabbi minn á afmæli í dag, til hamingju með afmælið!!!
Við Finnur ætluðum að hringja á afmælisdaginn en þú verður líklega uppá spítala einmitt þá þannig að við reynum bara að hringja seinna. Gangi þér vel:)

Santa Cruz

Við Una og Hrafnhildur fórum saman á ströndina og Bordwalk í Santa Cruz seinasta sunnudag. Þetta var seinasta skiptið sem við höfðum til að hittast allar þrjár. Það gerði það bara meira raunverulegt hvað það er að styttast í heimferðina.
Við skemmtum okkur alveg rosalega vel. Við Hrafnhildur eyddum kannski ekki miklum tíma á ströndinni heldur gegnum í barndóm og fórum alveg fullt í rússíbönum. Una var rosalega dugleg í sólinni og brúnkaðist alveg helling, með mjög skemmtilegu munstri á bakinu eftir sólarvörnina;)
Ég hafði ætlað að brúnkast á löppunum... Hmmm, tókst ekki alveg.
Af ströndinni brunuðum við svo heim til Hrafnhildar í sturtu og svo fórum við Una í barnaafmæli hjá Jesiggu, dóttur Jennifer og Sigga sem vinnur með Finni. Við mættum að sjálfsögðu þangað á undan Finni og börnunum þremur, Önnu, Sif og Baldri. Frekar fyndið, tvær barnlausar sem þekkja varla foreldrana. "We are here for the cake!"
Eftir afmælið keyrðum við Finnur og Anna út á flugvöll til að sækja hása Hrefnu. Skýrningin á hæsinu var sú að Hrefna hafði verið í brúðkaupi hjá Kerri og John á vesturströndinni. Ekta vesturstrandar brúðkaup (að mér skilst) með tilheyrandi öskrum og píkuskrækjum. Anna starði á mömmu sína alla leið á veitingastaðinn, stjörf af þreytu og hissa að sjá mömmuna sína sem hafði horfið í alveg 4daga.

Ég komst að því í dag að ég verð hér úti einum degi styttra en ég hélt. Ég fer heim á miðvikudegi en ekki fimmtudegi... Lætur mig líða eins og ég hafði tapað heilum degi:(

15.8.04

Latibær

Hehe, litla Íslendingahjartað mitt tók kipp núna fyrir mínútu. Auglýsing fyrir Lazy Town var í sjónvarpinu, með Magga Skev og allt!! Allt fullt af Íslendingum í sjónvarpinu, Maggi Skev og Hilmir Snær! Mér gæti ekki fundist ég vera meira heima;)

13.8.04

Auglýsingar

Hérna eru lyfjaauglýsingar ekki bannaðar eins og heima. ...ég allavega held að þær séu bannaðar heima.
Í gegnum auglýsingarnar er foreldrum kennt að barnið þeirra sé örugglega ofvirk eða þunglynt eða eitthvað álíka og það verði að fá þetta ákveðna lyf svo þau geti upplifað hamingjusama og eðlilega æsku.
Aðrar aulýsingar auglýsa lyf sín handa þér og fullyrða að lausn á öllum þínum vandamálum séu prózac eða eitthvað álíka og þú bara verður að hringja í lækninn þinn til að verða hamingjusöm/-samur.

Lyfjaauglýsinga-verðlaunin mín fær samt lyfið sem gerir neglurnar sterkari og losa okkur við alla þessa ógeðslegu sýkla sem eru að skemma neglurnar okkar(!). Þetta gangi nú bara ekki lengur og við bara verðum að eignast meðal sem læknar þetta.
Lyfið er samt alls ekki ætlað fólki með lifrar- eða nýrnabilanir (hmmmm). Fyrir þá sem ekki hafa þau vandamál verða þó að sætta sig við þá staðreynd að samt hafa komið upp lifrarskemmdir og húðvandamál og venjulegu aukaverkanirnar eru aðeins höfuðverkur, niðurgangur og útbrot.
En ég meina, er það ekki bara eðlilegt gjald í staðin fyrir rosalega sterkar og sýklalausar neglur?!?!?

12.8.04

Spúúúhkí!!

Anna Sólrún sofnaði loksins á leikskólanum í dag. Hún svaf bara stutt en það voru þó framför. Hún hefur ekki viljað sofna þar hingað til, þ.e.a.s. í seinustu tvö skipti.
Daníel Andri var svo í heimsókn hjá mér á meðan Anna var í leikskólanum. Hann var bara rosalega ljúfur og góður. Bara svolítið þreyttur rétt áður en pabbi hans sótti hann.

Ég lét stelpurnar, Unu og Hrafnhildi plata mig á hryllingsmynd núna áðan. Ég er svo brjálæðislega hvekkt eftir svona myndir. Ég læt stjórnast svo auðveldlega að við fórum að sjá The Village. Myndin hefði ekki getað komið mér betur á óvart!! Hún er alveg virkilega góð og ég var ekkert smá sátt við hana, ég mæli sterklega með henni. Ég sagði örugglega á 5mín. fresti: "Ohhh, ég er svo sátt við þessa mynd!!"
Ég held bara að ég geti sofið í nótt þrátt fyrir myndina:)

10.8.04

Fimmta veikin

Baldur, sonur Guðrúnar og Snorra var greindur um daginn með Fimmtu veikina. (Þá er ég ekki að tala um fimmtu veiki ævi sinnar:)) Hann varð einmitt veikur sama dag og við Anna.
Við hér fórum að lesa okkur til um sjúkdóminn og komumst að því að einkennin gætu átt við um okkur og meira að segja Hrefnu líka því fullorðnir fá oft væg flensueinkenni án hita.
Sarah kom svo í heimsókn til okkar í kvöld að horfa á The Daily Show... Hún var að fá útbrot einmitt viku eftir veikindin sín. Við höfum fundið uppsprettuna... Mögulega...
Hmmm.... Þetta þýðir bara að annað hvort er ég með læknaveikina á háu stigi, (sem væri fýsilegri kostur) eða að ég get farið að bíða eftir útbrotum á næstu dögum.

9.8.04

Harkan!!

Ég tók mig til á laugardeginum þrátt fyrir smá veikindi daginn áður og fór í lest upp til SanFran til að hitta Unu og Hrafnhildi eins planað hafði verið. Ég hafði að vísu ekki gist með þeim nóttina áður því ég var bara að reyna að láta mér batna.

Ég var alvarlega farin að íhuga hvort ég væri að veikjast aftur í lestinni og hvort þetta hefði kannski ekki verið svo góð hugmynd að fara. Ég var þó fljót að gleyma því að mér liði illa þegar gamall maður, um 90ára settist við hliðina á mér og fór að spjalla. Ég komst semsagt að því að hann væri gallharður repóblikani sem kysi aldrei vinningsliðin, þ.e. hann kaus ekki Bush í seinustu kosingum og ætlar ekki að gera það næst. (Ekki það að ég sé að gera ráð fyrir að Bush vinni:))
Maðurinn byrjaði rólega í umræðum... eintalinu... og mér var eiginlega sama, ég er ekki mikið inni í pólitíkinni hér og var ekkert að fara að rökræða um hana.
Maðurinn var á móti fóstureyðingum og með stríði, honum fannst að USA ætti að hætta að versla við Spánverja því þeir hefðu dregið hermenn sína frá Írak. Það sýndi sko ekkert annað en ragmennsku og heimsku.
Svo fór maðurinn aðeins að sækja í sig veðrið og sagði að í háþróuðu iðnsamfélagi ættu menn að vera nógu menntaðir til að geta hafnað mönnum eins og Michael Moore. Democratar væru menn sem hefðu verið heilaþvegnir og sökudólgarnir væru sko kennararnir.
Hann fór meira að segja út í kommúnistana og hvað það væri nú vitlaus hugsjón. Ég hélt ég væri rósalega sniðug og sagði honum að hann afi minn væri nú kommúnisti. "Jájá, þeir voru hugsjónarmenn með markmið."
Ég: "Já, þeir áttu sér draum."
Maður: "Nei! Það er búllsjitt!!!"
Þá hafði ég greinilega opnað fyrir aðra gátt því nú fékk ég ræðuna yfir heimsku kommúnista, Kúpu og Rússland og að sjálfsögðu hvað Ameríkanar væru nú góðir, þeir væru að hjálpa öðrum þjóðum að komast af eins og t.d. Rússlandi.
Alla ræðuna endaði hann svo á rúsínunni í pylsuendanum; ég væri ung, menntuð og greind stúlka sem hefði sko vit á því að kjósa repóblikana.
Þetta var án efa indæll maður með sínar skoðanir sem ég virði en ég átti mjög erfitt með að hemja mig á að hlusta með opnum huga og sérstaklega að kyngja rúsínunni...

Ég hitti stelpurnar svo uppi á hóteli. Við skimuðum herbergið og vorum bara nokkuð sáttar. Því næst lá leið niður í bæ í göngutúr, út að borða og að lokum út að djamma. Við pikkuðum að sjálfsögðu upp gaura til að borga drykkina okkar og sýna okkur bestu staðina.
Kvöldið heppnaðist eins vel og hægt hefði verið, allir ánægðir við bara hefðum ekki getað skemmt okkur betur.

Daginn eftir splittuðumst við í safnaskoðun annarsvegar og verslunarleiðangur hinsvegar. Ég fór bara snemma heim enda dauðþreytt og svaf og svaf.
Takk, takk stelpur fyrir frábæra helgi!!

6.8.04

vittu rétta mér tittsjú?

Við Anna Sólrún erum tvær veikar skvísur. Við erum með leikskólapest. Snilld... eða þannig.
Ég er greinilega ekkert með betri varnir gegn leikskólapestum kana-barnanna heldur en Anna.

Af vinnumálunum mínum er það að frétta að ég á eitt viðtal þegar ég kem heim og önnur er í skönnun. Af hinum veit ég ekkert nema þeim sem ég fékk nei við:)
Svo var ég að frétta það fyrst í dag að Almar er ekki lengur veitingastjóri á PizzaHut þannig að ég er búin að vera að beina fullt af fólki á vitlausan stað... Ekki gott. Helgi er nýi veitingastjórinn og hann er reyndar alveg meira en tilbúinn að mæla með mér. Það þýðir bara að ég þarf að breyta ferilskránni.
Vona að þetta virki ekki eins og ég sé að ljúga á ferilskránni minni... Ekki að þetta væri beint góð lygi;)

4.8.04

Dúdúrúdúdú

Anna er byrjuð að vera ein í leikskólanum. Þessa vikuna verður hún í ca. 2tíma á dag og næstu viku 3tíma. Það er fín aðlögun held ég:)
Við sjáum reyndar til hvort hún mæti á hverjum degi því það er víst algengt að þau veikist mikið fyrstu dagana.

Ég tók mig til núna á mánudaginn og sendi ferilskrána mína út um allt. Sendi á öll fyrirtæki sem mér datt í hug og get hugsað mér að vinna hjá og á þrjár net-atvinnumiðlanir.
Það er alveg merkilegt hvað fyrirtækin geta verið dugleg að svara, ég átti eiginlega ekki von á því. Sum svörin eru einfaldlega þau að fyrirtækið sé ekkert að ráða í augnablikinu en ég hef fengið eitt boð um "viðtal" ...eða þannig. Ég var allavega beðin að koma að spjalla við hann þegar ég kæmi til landsins.
Það ætti að veita á gott... Eða ég vona það allavega:)

3.8.04

Myndavélar

Seinasti dagurinn í dag hjá Önnu í aðlögun. Núna fær hún bara að bjarga sér sjálf á morgun. Anna litla verður skilin eftir ein í leikskólanum. Ohhh, hvað þetta vex úr grasi;)

Út í allt annað:
Skrítið hvað maður er alltaf óánægður með video-myndir af sér. Kannski er það bara ég en mér finnst alltaf óþægilegt að horfa á sjálfa mig á video. Þegar ég líka er svona meðvituð um það núna þá að sjálfsögðu haga ég mér eins og hálfviti um leið og myndavélin er sett af stað. Því get ég svo séð eftir þegar ég skoða video-ið... Ég get líka séð eftir að hafa látið eins og asni þegar ég vissi ekki að verið var að taka!!! Urrrrr! Hrefnu verður seint fyrirgefið fyrir afmælisgjöfina sem hún gaf Finni!!!

1.8.04

Thank god for the internet!!

Veislan gekk með afbrigðum vel og allir virtust skemmta sér og vera sáttir (allavega hvort við annað).
Skemmtilegasta var þegar Stanford fólkið tók sig til og söng afmælissönginn á íslensku. Auk þess sem þau sögðu vel valin orð (á íslensku). Einhverra hluta vegna vildu þau ekki greina frá hvaðan þær heimildir væru komnar en með extra útsjónarsemi okkar komumst við að því að þýðingar og leiðbeiningar komu frá Hólmfríði og Óla... Ekki alveg fólkinu sem treystandi er fyrir svona. Þýðingar og framburðarsýningar komust til skila með hjálp e-mail og mp3.
Þeim tókst að koma þessu öllu nokkuð skammarlegu frá sér en samt verð ég að viðurkenna að ég missti mig af hlátri þegar þau sungu: "Hann varð þrítugur í gær". Þrítugur hljómaði eitthvað eins og "trrrrídrugrrr". Versta var að ég hélt á video-kamerunni, sjáum til hversu hrist (af hlátri) þetta verður.
Hér eru nokkrar af þýðingum Hólmfríðar og Óla:

Til hamingju með afmælið Finnur þýðing Rétt:)
Voðalega líturu illa út! - You look good!
Ertu búinn að panta pláss á elliheimili? - Ótrúlegt en satt þá var þar rétt þýðing:)
Eigðu undirförult og eigingjarnt líf - May you have a prosperous and a happy life.
Má ég strjúka nipplunni þinni? - Can I kiss you on the cheek?