25.5.07

Blogghringurinn

Það eru bara allir hættir að blogga... Mætti halda að allir væru búnir í prófum;)

23.5.07

Gleðilegt sumar :D

Loksins, loksins, loksins komið sumar. Þó það virðist varla vera sumar, meira svona einhverskonar hálfthaust-hálfvor stemmning með sól og snjókomu og halgléli til skiptis!! Ég þurfti meira að segja að skafa bílinn í fyrradag.
Annars er fínt að vera komin aftur í sumarvinnuna allir búnir að taka rosalega vel á móti mér, bjóða mig velkomna aftur og svona. Sumir hafa meira að segja bara boðið mér góðan dag og svo komið aftur seinna og sagst ekki hafa áttað sig á að ég væri komin aftur, fundist ég bara passa svo vel þarna :) það er alltaf gaman að því, ég á bara heima hérna :D

...svo ætla ég að panta gott veður á suðurlandinu um helgina :D

7.5.07

Morgunstund...

Mætti á Bókhlöðuna þvílíkt dugleg í morgun, rétt fyrir 9!! Var næstum flogin á hausinn í tröppunum en náði í loftköstunum að lenda á löppunum aftur. Leið eins og hálfvita og tók upp símann minn til að senda einhverjum sms. Hætti svo við...
Skil ekki afhverjum mér finnst eins og þetta hefði verið minna skammarlegt ef ég gæti sagt einhverjum frá þessu. Einhvern til að deila vandræðagangingum með mér. Hmmmm, ég ákvað að halda andliti og bera skömmina ein. Tókst í 2 klukkutíma, þá er ég búin að blogga þessu og deila með öllum sem vilja lesa, hjúkk hvað mér líður vel ;)

B.t.w. var beðin um að passa tölvu meðan eigandinn fór í mat. Hún sagðist ætla að vera í hálftíma en það er næstum kominn klukkutími. Er alveg að fara að fara að fara. Segi eins og Lucas í Empire Records: "I wonder if I will be held responsible for this." Vísa þá í ábyrgð mína yfir tölvu ókunnugu stelpunnar.

1.5.07

Kaldhæðni

Sá brot af þætti á stöð 2 um kostningarnar í ár. Í kvöld var Geir Haarde tekinn fyrir. Í upphafi þegar verið var að tala aðeins um Sjálfstæðisflokkinn, Geir og Davíð var spilað lag. Lagið var spilað af hljómsveit sem ég eeeeelska, Muse. Þannig að það var eitthvað gott í þessum þætt (djók;)). Svo fór ég aðeins að velta þessu fyrir mér. Fannst frekar kaldhæðnisleg að láta hljómsveit sem syngur gegn ráðamönnum.
...Kaldhæðnin er ekki búin! Lagið sem spilað var heitir Take a bow. Texti þessa yyyyndislega lags er svona (takið sérstaklega eftir viðlaginu:

Corrupt
You're corrupt
Bring corruption to all that you touch
Hold
You behold
And beholden for all that you've done
And spin
Cast a spell
Cast a spell on the country you run
And risk
You will risk
You will risk all their lives and their souls


And burn
You will burn
You will burn in hell, yeah you'll burn in hell
You'll burn in hell
Yeah you'll burn in hell
For your sins

Hvort ætli vinstir manneskja hafi ráðið lagavali eða einstaklingurinn hafi ekkert hlustað á textann?