7.6.04

Laugardagurinn

"Klórklórklór" var það fyrsta sem ég vaknaði upp við og ég reyndi að átta mig á því hvort ég væri brjáluð (sem kemur stundum... oft fyrir) eða hvort einhver væri að reyna að vekja mig. Eftir smá stund fór svo tjaldið að skjálfa... ok Finnur var mættur að vekja mig... kl.9 um morguninn. Það var svosem ágætt að missa ekki af pönnsunum en ég lét samt í mér heyra í hvert sinn sem einhverir adrir komu á fætur útsofin;)
Það var mál manna að þvottabjörninn ógurlegi frá kvöldinu áður hefði verið einstaklega smekklegur þegar uppgötvaðist að hann hafði stolið brauði og kókómjólk.
Annars var leið dagurinn bara eins og venjulega í útilegum, við fórum í göngutúr og við Finnur skruppum í búð. Í hópinn bættust 4 þennan daginn með kolin langþráðu þannig að þetta kvöld gátum við grillað sameiginlega kvöldmatinn var algjört æði. Marineraðir sveppir á la Finnur í forrétt sem kláruðust um leið, kjöt, grillaður laukur, kartöflur, maisstönglar, mini peppers og salat og að sjálfsögðu var eftirréttur sem voru grillaðir bananar með súkkulaði.
Þetta kvöld var að sjálsögðu einnig kvöldvaka með varðeldi og í þetta skiptið var gítarinn dreginn fram og sungið og sungið. Einhverra hluta vegna komu engir þvottabirnir í heimsókn það kvöldið en eitthvað varð að gerast svo við plötuðum einn trjádrumb til að ráðast á Eggert. Þ.e.a.s. hann flaug á hausinn við það að ganga á drjádrumb og hruflaði sig. Hann fékk að sjálfsögðu læknishjálp um leið og var sótthreinsaður og vafinn í umbúðir. Menn voru þó ekki sammála um hvort umbúðirnar væru of miklar eða ekki...;)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim