Komin í skóla
Ég hef hafið nám í Stanford... Ok, kannski ekki alveg:) Við Anna Sólrún vorum einar heima fyrri partinn í gær meðan Hrefna var á ráðstefnu niður í skóla. Við frænkurnar skruppum þó í heimsókn seinni partinn og hlustuðum á fyrirlestur um fóbíu... eða sjúkdóm... eða eitthvað sem lýsir sér þannig að manneskja í hárri stöðu eða langskóla gengin finnist hún ekki vera nógu góð til að vera þarna og bíði eftir því að fólkið í kring komist að því. Þetta var bara nokkuð skemmtilegur fyrirlestur, mikið hlegið og mjög áhugaverður. Ég get þá allavega sagt að ég hafi setið á skólabekk í Stanford háskóla:) Rosa merkileg!! ;)
Hólmfríður og Óli fóru í morgun. Þau fljúga núna til London þar sem þau verða í nokkra daga áður en þau fara heim. Dýnan mín dó í nótt þannig að það er kannski eins gott að það var að losna rúm, ég hefði aldrei komið tvöföldu vindsænginni fyrir.
6 Ummæli:
Steinunn er eins og Eddi klippikrumla þegar kemur að vindsængum. "Pffffff....." :)
hmmmm, hver er þessi Eddi?
Steinunn, það sama gildir um gamla vatnsrúmið og vindsængina ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ NAGA!!!!!!
Hæ steinunn! Það er greinilega nóg að gera!
'Eg og Biggi vorum að kaupa fartölvu! Vei! Biggi situr sveittur yfir henni að reyna að gera hana fína!
En annars er bara búið að vera svaka gott veður og gaman að lifa! Litla systir Bigga heitir Hildur Björk. Hún er voða sæt :)
Til hamingju með Stanford skólagöngu þína ;)
Heyrumst... Hanna best
Hver er þessi Eddi?
Sástu ekki Edda klippikrumlu? :)
http://www.imdb.com/title/tt0099487/
Ahhhh, Johnny Depp myndin:) Gastu ekki sagt það strax:) Ég hef reyndar ekki séð hana en ég vissi að hann hefði leikið svona karakter:)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim