20.6.04

Flutt!!

Í dag erum við loksins flutt. Við fluttum bara í dag:). Seinustu tveir dagar hafa hreinlega farið í að pakka og flýja hitann í íbúðinni sem var steikjandi. Sem dæmi má taka daginn í gær þar sem við tókum eitt stykki maraþon-pakkningu og hlupum svo út og keyrðum til Guðrúnar til að ofnota sundlaugina þeirra og gestrisni:) Þar pöntuðum við fjall af thailenskum mat og spiluðum fram eftir kvöldi. Ég gisti þar um nóttina þar sem við komumst ekki öll fyrir í bíl til baka. Finnur hafði nefninlega komið með Guðrúnu eftir vinnu. Ég stal þar rúminu hennar Unu og svaf þar með í rúmi í fyrsta sinn í tvær og hálfa viku. Það var frábært, án þess að ég hallmæli vindsænginni minni:) Við fáum mögulega queen size rúm á morgun.

Dagurinn í dag var pakkaður... bókstaflega, hjá HINUM í dag; sækja flutningabíl, klára að pakka og hlaða í og úr bílinum. Hjá mér var þetta nokkuð rólegt. Ég svaf til 10 og horfði þá á Finding Nemo með Sif, dóttur Guðrúnar. Við skruppum svo öll í tennis áður en við fórum heim þar sem við hjálpuðum við lokahleðslu í bílinn.

Ég get ekki annað sagt en að íbúðin er bara mjög fín. Hún er á tveimur hæðum með tveimur svefnherbergjum á efri hæðinni. Hér er þar að auki mun svalara seinni partinn þannig að nú þurfum við ekkert að flýja íbúðina vegna hita. Við fáum núna nýtt símanr. sem við vitum að vísu ekki ennþá hvert er en það ætti að koma í ljós á næstu dögum.
Dagurinn á morgun verður víst líka pakkaður. Við verðum að halda áfram að pakka upp úr kössum og töskum auk þess sem við verðum að ganga almennilega frá hinni íbúðinni og sækja nýja rúmið ef við getum. Ef við náum því á mettíma (líklegt eða þannig) þá eru einnig tvær grillveislur... Hmmm... Við látum þetta líklega bara ráðast hverju við náum;)

1 Ummæli:

Þann 3:46 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég vissi alltaf að þú værir gáfuð!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim