26.6.04

6mánaða

Anna Sólrún átti 6mánaða afmæli í dag, af því tilefni voru að sjálfsögðu teknar fullt af myndum af henni (ekki að það sé neitt nýtt:) Hún er orðin rosa stór. Við skruppum út á róló og hún rólaði sér meira að segja alveg sjálf... í barnarólunum sem eru hannaðar fyrir pínulitla krakka:) Henni fannst það rosalega gaman!

Ég kom líka að því í dag að ég er á réttum stað á réttum tíma; það á að fara að endursýna Quantum Leap þættina hér. Þeir byrja í næstu viku. Ef það eru einhverjir sjónvarpsþættir sem ég elska þá eru það þessir:) Það versta er að þeir eru að hugsa um að sýna þá kl.2 á næturnar...! Video tækið hér verður ofnotað takk fyrir:)

Við Finnur vorum að koma af Fahrenheit 9/11 rétt í þessu. Ég vil eiginlega ekki mikið tala um þessa mynd, en ég er mjög reið eftir hana...
...Ok, eitt: mér fannst í byrjun myndarinnar að Moore væri orðin það mikið á móti Bush að hann gæti ekki verið hlutlægur, enda ætlar hann sér örugglega ekki að vera það þegar svo líður á myndina er erfitt að reiðast ekki...
...ég get bara sagt eitt: Aldrei, aldrei aftur á ég eftir að geta hlustað á lagið The Roof is on Fire...

2 Ummæli:

Þann 5:25 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú hefðir átt að tjá þig meira um að þú værir aðdáandi Quantum Leap. Við eigum alveg böns af þáttum og erum að hugsa um að stofna klúbb um þetta! :) :)

Holla og Óli

 
Þann 6:30 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Nöööjts!! Ég gjörsamlega elska þessa þætti:) Ég á flest alla þættina úr fyrstu tveimur seríunum.
Annars eru þeir kannski að hugsa um að gera nýja þætti með dóttur Sam í aðalhlutverki...

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim