23.8.04

Helgaryfirlit

Skrítið hvað seinustu dagarnir eru alltaf fljótir að líða! Helgin hefur flogið frá mér svo hratt að ég hef ekkert náð að blogga neitt.

Á föstudeginum fórum við í partý í vinnunni hans Finns. Þvílíkt fjör! Trambólín, sundlaug með stökkpalli, brjálað stórt og flott hús og risa garður! Allt í Santa Cruz en þar hef ég komið tvisvar í sumar. Æðislegur staður, einmitt staðurinn til að búa á í ellinni... Ef maður vill búa í sólinni í ellinni. Við Finnur vorum í sundlauginni í einhverja 2-3 tíma og gerðist meira að segja svo kræf að vera sólarvarnar laus en sluppum við bruna, ótrúlegt en satt:) Fjörugur dagur enda rotaðist ég gjörsamlega eftir hann.

Laugardagurinn fór í sjopperí... Mig vantar buxur! Það er ekki það að ég hafi fitnað! Þeir segja kannski að barni vaxi en brókin ekki en það segir enginn að brækurnar minnki ekki! Ég held mig við það, þær minnkuðu!
Mér tókst að sjálfsögðu að ekki að finna neitt en Finnur og Hrefna gerðu stórinnkaup... Ohhh, óþolandi!! Ég náði samt að kaupa mestan part af gjöfunum þannig að ég þarf ekki að leggjast í keypti-ekkert-þunglyndi;)

Sunnudaginn var jafn pakkaður og hinir (já við eyddum öllum laugardeginum í að versla!). Við vöknuðum eftir allt of stuttan svefn (við Hrefna vorum að flokka MARGAR myndir í framköllun). Leið okkar þennan dag lá til Alcatraz fangelsisins á Djöflaeyjunni frægu. Mjög interesting ferð... eins og sjá má af myndunum sem teknar voru af mér þar! Ég er vægast sagt einbeitt á þeim myndum.

Nokkuð bissí helgi og myndasíður Finns og Hrefnu meira að segja að mestu á réttum stað útaf ofvirkni Hrefnu! Næstu dagar verða líklega ekkert skárri; nóg að gera þar til ég fer heim... Það er allt of stutt í það, ég veit ekki hvort mér á að finnast gott eða slæmt að vera að fara... Það verður fínt að koma heim en það er líka frábært að vera hérna... Ohhh, erfitt líf! Ég verð bara að koma aftur!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim