3.8.04

Myndavélar

Seinasti dagurinn í dag hjá Önnu í aðlögun. Núna fær hún bara að bjarga sér sjálf á morgun. Anna litla verður skilin eftir ein í leikskólanum. Ohhh, hvað þetta vex úr grasi;)

Út í allt annað:
Skrítið hvað maður er alltaf óánægður með video-myndir af sér. Kannski er það bara ég en mér finnst alltaf óþægilegt að horfa á sjálfa mig á video. Þegar ég líka er svona meðvituð um það núna þá að sjálfsögðu haga ég mér eins og hálfviti um leið og myndavélin er sett af stað. Því get ég svo séð eftir þegar ég skoða video-ið... Ég get líka séð eftir að hafa látið eins og asni þegar ég vissi ekki að verið var að taka!!! Urrrrr! Hrefnu verður seint fyrirgefið fyrir afmælisgjöfina sem hún gaf Finni!!!

3 Ummæli:

Þann 10:42 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Segðu frá, hvað gaf hún, segðu segðu!

Ó

 
Þann 2:14 e.h. , Blogger Una sagði...

Það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart þegar ég heyri í sjálfri mér á teipi hvað ég er með asnalega skræka rödd.

 
Þann 8:29 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Nú hún gaf auðvitað videovél, svaka flott en stór, stór, stórhættulegt tæki!!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim