18.8.04

Stubbar segja bæbæ stubbar segja bæbæ!!

Við Hrefna byrjuðum morguninn í gær á að horfa á LazyTown í sjónvarpinu. Una hafði hringt í okkur og látið okkur vita:) Þvílíkt fjör, Maggi Scheving og Stefán Karl. Ég verð að segja það að hann Stefán Karl er snillingur!! Snilldar leikari:) Svona verða næstu morgnar hjá mér! LazyTown!!! ;)

Í gærkvöldi var svo kveðjupartý því þau Elvar og Veronica og börn eru að flytja til Boston núna bráðlega.
Svo eru Guðrún, Snorri, Sif, Baldur og Una að fara að skreppa til San Diego á föstudaginn þannig að þetta var seinasta matarboðið mitt hjá þeim:( Kannski kem ég einhvern tíma aftur til Kaliforníu... Hver veit:)
Maturinn var æðislegur og kvöldið frábært.
Guðrún og Snorri, bara takk fyrir mig!!
Una, ég kíki í kaffi til þín þegar þú kemur til landsins!! :)

4 Ummæli:

Þann 11:33 e.h. , Blogger Una sagði...

já, það verður heitt á könnunni, og e.t.v. betra meðlæti en þessi kaka sem ég bakaði áðan, ojbarasta... hún fer í ruslið held ég.

 
Þann 8:45 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er alltaf að senda Stefáni Karli stöðumælasektir og það marga, marga daga í röð upp á tvö til þrjú þúsund í hver sekt. Hann ætti betur að eyða peningunum í mig!!!
Hei! er ekki hugmyndin með Lazy Town þáttunum að fá fólk til að hreyfa sig...þarf fólk ekki að vera inni og fyrir framan sjónvarpið eins og klessur í sófanum til að ná boðskapnum...hummm, ther's something wrong with this....!?!
-Berglind

 
Þann 5:41 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Þetta eru örugglega bara sektir þegar að hann er fastur í persónunni Glanni glæpur, það hlýtur að vera;)
En sko, fyrst horfa krakkarnir inni á þetta uppbyggjandi sjónvarpsefni og svooooo... :p
Alveg eins og í teiknimyndaþættinum í Simpsons:)

 
Þann 9:55 e.h. , Blogger Elín Lóa sagði...

Skrýtið að hafa svona tvær Unur..... ruglingslegt....

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim