Getur e-r þýtt?
Ég fann link inn á síðuna mína þar sem eina sem ég skil er: "Hvaða tungumál er þetta eiginlega?????" Getur einhver þýtt afganginn? :
"Tara said...
Porque está aqui este blog???? Como o descobri? Do que trata afinal? Que lingua é esta? Não sei... Mas a resposta é porque fiquei desiludida com a ordem das cores do arco-iris.. na minha opiniao amarelo,laranja,rosa, vermelho, azul, verde e roxo tinha mto mais logica!!!P.S. já agora, andava á procura de um site sobre gatos estrabicos que ladram e mijam em copos altos com macieira e gelo..."
Ég er bara svo forvitin... Hmmm, þetta gæti verið eitthvað slæmt... Jæja, þá eyði ég því bara í fyrramálið:D
5 Ummæli:
ÉG giska á spænsku eða porúgölsku. Sá sem skrifar þetta er að spyrja afthverju þú ert að blogga (?) og á hvaða tungumáli. Svo kemur eitthvað meira sem ég skil ekkert í enda hef ég aldrei lært spænsku eða portgölsku en getur verið að hann sé að tala um sjálfan sig?
Veit ekki!
Berglind Inga
Þetta hlýtur að vera portúgalska og skv.minni lauslegu þýðingu er Tara að segja
"Hvers vegna er þetta blogg þarna? Hvernig uppgötvaði ég það? Um hvað fjallar það? Á hvaða tungumáli er það? Ég veit það ekki...En svarið er vegna þess að ég blekktist af röð litanna í ??? (arco-iris) Að mínu áliti gulur, appelsínugulur, bleikur, rauður, blár og fjólublár finnst mér miklu rökréttara!!! Ps. Nú þegar gengur hann um í leit að stað með köttum sem æpa og mjálma í háum eplatrjám með rjóma..."
Sem sagt, annað hvort er þetta geðveill portúgali sem segir tóma steypu, eða þá að ég hef afskaplega lítinn skilning á portúgölsku (:
Þarna er greinilega mikill heimspekingur á ferð. Hvers vegna heitir blár ekki rauður?, afhverju er þetta blogg þarna?, Hefur náttúran tilgang í sjálfri sér? Hver er þessi Steinunn?
Það er annars mikil gleði að við skulum endurheimta þig aftur á Frón eftir örfáa daga! :)
Síðasti Anonymous hét Óli Ágúst... :p
Portúgalska, og ég held að þetta sé mjög nákvæm þýðing hjá Unu:)
hlakka annars til að sjá þig Stonie
-Birdie
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim