17.8.04

Santa Cruz

Við Una og Hrafnhildur fórum saman á ströndina og Bordwalk í Santa Cruz seinasta sunnudag. Þetta var seinasta skiptið sem við höfðum til að hittast allar þrjár. Það gerði það bara meira raunverulegt hvað það er að styttast í heimferðina.
Við skemmtum okkur alveg rosalega vel. Við Hrafnhildur eyddum kannski ekki miklum tíma á ströndinni heldur gegnum í barndóm og fórum alveg fullt í rússíbönum. Una var rosalega dugleg í sólinni og brúnkaðist alveg helling, með mjög skemmtilegu munstri á bakinu eftir sólarvörnina;)
Ég hafði ætlað að brúnkast á löppunum... Hmmm, tókst ekki alveg.
Af ströndinni brunuðum við svo heim til Hrafnhildar í sturtu og svo fórum við Una í barnaafmæli hjá Jesiggu, dóttur Jennifer og Sigga sem vinnur með Finni. Við mættum að sjálfsögðu þangað á undan Finni og börnunum þremur, Önnu, Sif og Baldri. Frekar fyndið, tvær barnlausar sem þekkja varla foreldrana. "We are here for the cake!"
Eftir afmælið keyrðum við Finnur og Anna út á flugvöll til að sækja hása Hrefnu. Skýrningin á hæsinu var sú að Hrefna hafði verið í brúðkaupi hjá Kerri og John á vesturströndinni. Ekta vesturstrandar brúðkaup (að mér skilst) með tilheyrandi öskrum og píkuskrækjum. Anna starði á mömmu sína alla leið á veitingastaðinn, stjörf af þreytu og hissa að sjá mömmuna sína sem hafði horfið í alveg 4daga.

Ég komst að því í dag að ég verð hér úti einum degi styttra en ég hélt. Ég fer heim á miðvikudegi en ekki fimmtudegi... Lætur mig líða eins og ég hafði tapað heilum degi:(

1 Ummæli:

Þann 8:56 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ok, ég ætlaði ekki að spyrja því þá færiru að hugsa of mikið um það enn....hvenær kemuru annars heim?
Hei, passaðu þig á Bush! (ég fór í bíó í gær á Moore myndina og djö+! varð ég reið. Passaðu þig á Bush Steinunn! Passaðu þig!)
-Berglind Inga

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim