13.8.04

Auglýsingar

Hérna eru lyfjaauglýsingar ekki bannaðar eins og heima. ...ég allavega held að þær séu bannaðar heima.
Í gegnum auglýsingarnar er foreldrum kennt að barnið þeirra sé örugglega ofvirk eða þunglynt eða eitthvað álíka og það verði að fá þetta ákveðna lyf svo þau geti upplifað hamingjusama og eðlilega æsku.
Aðrar aulýsingar auglýsa lyf sín handa þér og fullyrða að lausn á öllum þínum vandamálum séu prózac eða eitthvað álíka og þú bara verður að hringja í lækninn þinn til að verða hamingjusöm/-samur.

Lyfjaauglýsinga-verðlaunin mín fær samt lyfið sem gerir neglurnar sterkari og losa okkur við alla þessa ógeðslegu sýkla sem eru að skemma neglurnar okkar(!). Þetta gangi nú bara ekki lengur og við bara verðum að eignast meðal sem læknar þetta.
Lyfið er samt alls ekki ætlað fólki með lifrar- eða nýrnabilanir (hmmmm). Fyrir þá sem ekki hafa þau vandamál verða þó að sætta sig við þá staðreynd að samt hafa komið upp lifrarskemmdir og húðvandamál og venjulegu aukaverkanirnar eru aðeins höfuðverkur, niðurgangur og útbrot.
En ég meina, er það ekki bara eðlilegt gjald í staðin fyrir rosalega sterkar og sýklalausar neglur?!?!?

7 Ummæli:

Þann 9:25 e.h. , Blogger Una sagði...

mér finnst það bara mjög eðlilegt... what's your point??

 
Þann 9:43 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Finnst þér eðlilegt að fólki sé talið trú um að það búi við vandamál sem það vissi ekki af áður og það verði að fá lyf sem lagar þetta "vandamál" og býr til annað stærra?
Kannski er það eðlilegt, ekki veit ég.

 
Þann 11:24 e.h. , Blogger Una sagði...

meint sem kaldhæðni...

Nei mér finnst þetta ekki eðlilegt, það eru lyf við öllu, og ég held að ef maður er með auglýsingar um sjúkdoma fyrir framan sig alls staðar sem maður fer, þá fer maður að búa sér til einkenni og gera sér upp sjúkdóma.

 
Þann 11:32 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

A ekki ad vera metnotkun a thunglyndislyfjum heima? Mer fyndist gaman ad sja hversu stort hlutfall bandarikjamanna seu a svona lyfjum vist thad er alltaf verid ad auglysa thau. Uppahalds auglysingin min er samt steina auglysingin, hafid thid sed hana. Leidi steinninn sem er svo feiminn og ofelagslyndur en verdur svo miklu hressari eftir ad hafa fengid ser prozac. Grey steinninn.

 
Þann 11:32 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ja, thetta var sem sagt eg ;) Hrafnhildur. Eg veit ekki hvernig eg a ad lata nafnid mitt koma framm. Vesen

 
Þann 11:38 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Una: Já ég var ekki viss hvort þetta væri kaldhæðni eða ekki:)Ég var einmitt að hugsa um þetta með að ísl. tækju svo mikið af þunglyndislyfjum en ég held að ég hafi líka heyrt það einhvern tíma að bandaríkja menn væru ágætlega háir líka. Ég er samt ekki alveg 100% á því. :)
Hrafnhildur: Já, frekar pirrandi með commenta kerfið. Það er eins og bara fólk sem eigi blogg geti commentað með nafni, frekar pirrandi. Ég var eitthvað að reyna að tékka hvort ég gæti breytt því en fann ekkert út úr því, því miður.

 
Þann 9:42 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Lyf eru auglýst hérna heima á fullu. En það er samt voða passívt samt...

Óli Ágúst

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim