1.8.04

Thank god for the internet!!

Veislan gekk með afbrigðum vel og allir virtust skemmta sér og vera sáttir (allavega hvort við annað).
Skemmtilegasta var þegar Stanford fólkið tók sig til og söng afmælissönginn á íslensku. Auk þess sem þau sögðu vel valin orð (á íslensku). Einhverra hluta vegna vildu þau ekki greina frá hvaðan þær heimildir væru komnar en með extra útsjónarsemi okkar komumst við að því að þýðingar og leiðbeiningar komu frá Hólmfríði og Óla... Ekki alveg fólkinu sem treystandi er fyrir svona. Þýðingar og framburðarsýningar komust til skila með hjálp e-mail og mp3.
Þeim tókst að koma þessu öllu nokkuð skammarlegu frá sér en samt verð ég að viðurkenna að ég missti mig af hlátri þegar þau sungu: "Hann varð þrítugur í gær". Þrítugur hljómaði eitthvað eins og "trrrrídrugrrr". Versta var að ég hélt á video-kamerunni, sjáum til hversu hrist (af hlátri) þetta verður.
Hér eru nokkrar af þýðingum Hólmfríðar og Óla:

Til hamingju með afmælið Finnur þýðing Rétt:)
Voðalega líturu illa út! - You look good!
Ertu búinn að panta pláss á elliheimili? - Ótrúlegt en satt þá var þar rétt þýðing:)
Eigðu undirförult og eigingjarnt líf - May you have a prosperous and a happy life.
Má ég strjúka nipplunni þinni? - Can I kiss you on the cheek?

1 Ummæli:

Þann 8:22 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta fólk er nú ekki normal!!

- Addi the insult cat

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim