10.8.04

Fimmta veikin

Baldur, sonur Guðrúnar og Snorra var greindur um daginn með Fimmtu veikina. (Þá er ég ekki að tala um fimmtu veiki ævi sinnar:)) Hann varð einmitt veikur sama dag og við Anna.
Við hér fórum að lesa okkur til um sjúkdóminn og komumst að því að einkennin gætu átt við um okkur og meira að segja Hrefnu líka því fullorðnir fá oft væg flensueinkenni án hita.
Sarah kom svo í heimsókn til okkar í kvöld að horfa á The Daily Show... Hún var að fá útbrot einmitt viku eftir veikindin sín. Við höfum fundið uppsprettuna... Mögulega...
Hmmm.... Þetta þýðir bara að annað hvort er ég með læknaveikina á háu stigi, (sem væri fýsilegri kostur) eða að ég get farið að bíða eftir útbrotum á næstu dögum.

1 Ummæli:

Þann 7:22 f.h. , Blogger Hrefna sagði...

Það skal samt tekið fram að hérna er um barnaveiki að ræða - og mjög sjaldgæft að fullorðnir fái líka útbrot... vona ég!! :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim