9.8.04

Harkan!!

Ég tók mig til á laugardeginum þrátt fyrir smá veikindi daginn áður og fór í lest upp til SanFran til að hitta Unu og Hrafnhildi eins planað hafði verið. Ég hafði að vísu ekki gist með þeim nóttina áður því ég var bara að reyna að láta mér batna.

Ég var alvarlega farin að íhuga hvort ég væri að veikjast aftur í lestinni og hvort þetta hefði kannski ekki verið svo góð hugmynd að fara. Ég var þó fljót að gleyma því að mér liði illa þegar gamall maður, um 90ára settist við hliðina á mér og fór að spjalla. Ég komst semsagt að því að hann væri gallharður repóblikani sem kysi aldrei vinningsliðin, þ.e. hann kaus ekki Bush í seinustu kosingum og ætlar ekki að gera það næst. (Ekki það að ég sé að gera ráð fyrir að Bush vinni:))
Maðurinn byrjaði rólega í umræðum... eintalinu... og mér var eiginlega sama, ég er ekki mikið inni í pólitíkinni hér og var ekkert að fara að rökræða um hana.
Maðurinn var á móti fóstureyðingum og með stríði, honum fannst að USA ætti að hætta að versla við Spánverja því þeir hefðu dregið hermenn sína frá Írak. Það sýndi sko ekkert annað en ragmennsku og heimsku.
Svo fór maðurinn aðeins að sækja í sig veðrið og sagði að í háþróuðu iðnsamfélagi ættu menn að vera nógu menntaðir til að geta hafnað mönnum eins og Michael Moore. Democratar væru menn sem hefðu verið heilaþvegnir og sökudólgarnir væru sko kennararnir.
Hann fór meira að segja út í kommúnistana og hvað það væri nú vitlaus hugsjón. Ég hélt ég væri rósalega sniðug og sagði honum að hann afi minn væri nú kommúnisti. "Jájá, þeir voru hugsjónarmenn með markmið."
Ég: "Já, þeir áttu sér draum."
Maður: "Nei! Það er búllsjitt!!!"
Þá hafði ég greinilega opnað fyrir aðra gátt því nú fékk ég ræðuna yfir heimsku kommúnista, Kúpu og Rússland og að sjálfsögðu hvað Ameríkanar væru nú góðir, þeir væru að hjálpa öðrum þjóðum að komast af eins og t.d. Rússlandi.
Alla ræðuna endaði hann svo á rúsínunni í pylsuendanum; ég væri ung, menntuð og greind stúlka sem hefði sko vit á því að kjósa repóblikana.
Þetta var án efa indæll maður með sínar skoðanir sem ég virði en ég átti mjög erfitt með að hemja mig á að hlusta með opnum huga og sérstaklega að kyngja rúsínunni...

Ég hitti stelpurnar svo uppi á hóteli. Við skimuðum herbergið og vorum bara nokkuð sáttar. Því næst lá leið niður í bæ í göngutúr, út að borða og að lokum út að djamma. Við pikkuðum að sjálfsögðu upp gaura til að borga drykkina okkar og sýna okkur bestu staðina.
Kvöldið heppnaðist eins vel og hægt hefði verið, allir ánægðir við bara hefðum ekki getað skemmt okkur betur.

Daginn eftir splittuðumst við í safnaskoðun annarsvegar og verslunarleiðangur hinsvegar. Ég fór bara snemma heim enda dauðþreytt og svaf og svaf.
Takk, takk stelpur fyrir frábæra helgi!!

2 Ummæli:

Þann 8:44 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já það var lítið Steinunn ;) Anytime!
Berglind Inga

 
Þann 6:25 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Hehe, ræt:) ;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim