4.8.04

Dúdúrúdúdú

Anna er byrjuð að vera ein í leikskólanum. Þessa vikuna verður hún í ca. 2tíma á dag og næstu viku 3tíma. Það er fín aðlögun held ég:)
Við sjáum reyndar til hvort hún mæti á hverjum degi því það er víst algengt að þau veikist mikið fyrstu dagana.

Ég tók mig til núna á mánudaginn og sendi ferilskrána mína út um allt. Sendi á öll fyrirtæki sem mér datt í hug og get hugsað mér að vinna hjá og á þrjár net-atvinnumiðlanir.
Það er alveg merkilegt hvað fyrirtækin geta verið dugleg að svara, ég átti eiginlega ekki von á því. Sum svörin eru einfaldlega þau að fyrirtækið sé ekkert að ráða í augnablikinu en ég hef fengið eitt boð um "viðtal" ...eða þannig. Ég var allavega beðin að koma að spjalla við hann þegar ég kæmi til landsins.
Það ætti að veita á gott... Eða ég vona það allavega:)

2 Ummæli:

Þann 10:29 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hver sendi þér svar til baka? Þú ert að gera mig græna af forvitni! Það er að losna staða hér á símanum í Lýsingu?? Þú getur prófað að spyrja, veit samt ekki neitt um það :Þ

 
Þann 4:31 e.h. , Blogger Una sagði...

HVERNIG VÆRI AÐ SKRIFA UNDIR PÓSTINN BERGLIND, Á MAÐUR BARA AÐ VITA AÐ ÞETTA ERT ÞÚ?!

(:

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim