Endalausar verslunarferðir
Þegar við vorum búin að skutla Finni í vinnuna og Hrefna var búin að heimsækja Bjarka Frey á spítalann kíktum við í verslunarferð. Í þetta sinn fórum við í Great Mall sem var svo stórt að við náðum bara að fara í örfáar búðir áður en við skutluðumst með Hrefnu á spítalann aftur og svo var Finnur sóttur í vinnuna og Anna Sólrún á leikskólann. Þau tvö voru svo plötuð í hestabúðina eins og Anna kallar það (Fry's)og tölvan mín keypt :D :D :D Ótrúlega fín og flott tölva :D Ma'r er svo mikill bruðlari ;) En alveg rosalega góð kaup (segir litli Íslendingurinn í mér) ;P
Hver veit nema við plötum fólkið til að spila í kvöld.
Við Einar ætlum svo að kíkja niður í borg svo á morgun. Kíkjum yfir hana þvera og endilanga.
Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Bara tveir dagar eftir hér og svo reyndar einn í Minneapolis og svo er litla sæta sumarfríið okkar bara búúúúið!