29.8.07

Endalausar verslunarferðir

Þegar við vorum búin að skutla Finni í vinnuna og Hrefna var búin að heimsækja Bjarka Frey á spítalann kíktum við í verslunarferð. Í þetta sinn fórum við í Great Mall sem var svo stórt að við náðum bara að fara í örfáar búðir áður en við skutluðumst með Hrefnu á spítalann aftur og svo var Finnur sóttur í vinnuna og Anna Sólrún á leikskólann. Þau tvö voru svo plötuð í hestabúðina eins og Anna kallar það (Fry's)og tölvan mín keypt :D :D :D Ótrúlega fín og flott tölva :D Ma'r er svo mikill bruðlari ;) En alveg rosalega góð kaup (segir litli Íslendingurinn í mér) ;P
Hver veit nema við plötum fólkið til að spila í kvöld.
Við Einar ætlum svo að kíkja niður í borg svo á morgun. Kíkjum yfir hana þvera og endilanga.

Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Bara tveir dagar eftir hér og svo reyndar einn í Minneapolis og svo er litla sæta sumarfríið okkar bara búúúúið!

28.8.07

Dagarnir í útlöndum líða svo hratt að það bara gleymist að blogga!! Tveir dagar liðnir og ekkert komið á netið. Hvernig lifið þið þetta af án okkar?
Sunnudagurinn var alveg steikjandi heitur. Við skruppum í mini golf í Sunnyvale. Sólin var steikjandi heit og við reyndum að standa í skugga alls staðar sem þvílíkur munaður fannst. Þeir staðir voru því miður ekki margir. Vegna þess uppskárum við öll góða bóndabrúnku, því miður. Hefðum betur verið klædd hlírabol en stutterma en vonandi jafnast það út seinustu dagana ;)


Eftir golfið fengum við okkur ótrúlega gott sushi. Við smökkuðum saki sem var alls ekki eins slæmt og maður gæti haldið. Að sjálfsögðu var maginn okkar ennþá svangur svo við fengum líka ís :D Þegar við komum heim vorum við alvarlega dösuð eftir hitann. Það var aðeins um tvennt að velja, sofna í sófanum í letikasti eða skreppa í sund og gera tilraun til að jafna tanið aðeins :)
Ég tók að mér eldamennskuna það kvöldið og við fengum lasagnia sem var bara alveg ágætt þó ég segi sjálf frá.
Við kenndum Einari líka Catan. Í því spili gekk mér mun betur en í golfinu fyrr um daginn, sem betur fer :D

Við erum nú ekki alvöru Íslendingar í útlöndum fyrr en við förum að versla :D Við Einar vöknuðum eldsnemma við Önnu og Finni til að skutla þeim í skóla og vinnu og tókum svo bílinn. Við fórum í Gilroy í Outlet mall og versluðum yfir okkur:) Ótrúlegt en satt eyddum við öllum deginum þarna (ennþá í steikjandi hita) og gerðum bara fín kaup.
Finnur var svo sóttur í vinnuna og við keyrðum heim. Sarah og Augusto fóru með okkur út að borða á Cafe Pro Bono (ítalskur staður í nágrenninu). Þar fengum við alveg ótrúlega góðan mat. Algjört dekur! Eitthvað tók dagurinn á en næstum öllum tókst að sofna í sófanum heima yfir The Daily Show með Jon Stewart. (Tek það samt fram að aldrei þessu vant tókst mér að halda mér vakandi.)

26.8.07

Rólegur dagur

Laugardagurinn var frekar rólegur hjá okkur. Sváfum aðeins lengur en venjulega og tókum daginn bara rólega. Þegar AnnaSólrún fór í sundnámskeiðið skruppum við Einar á University avenue til að rölta aðeins og kíkja á Cheesecake Faktory og skoða götulífið. Við völdum alveg rétta daginn því það var götumarkaður þar og fullt af lífi og fjöri. Verið var að selja ýmsar handunnarvörur eins og myndir, skúlptúrar, ker og ýmislegt fleira.
Ostakökurnar sem við fengum á Cheesecake Faktory voru alveg roooooosalega góðar! Ég fór samt í nett sykursjokk eftir hálfa kökuna og gat ekki klárað :( En þetta voru líka stórar sneiðar svo ég missti ekkert af miklu;)
Finnur og Anna Sólrún sóttu okkur svo og fóru með okkur í Fry's þar sem við keyptum flest raftæki og fylgihluti sem við ætluðum okkur að kaupa og skoðuðm líka tölvu fyrir mig :D sem við kaupum líklega næst. (Kannski festi ég kaup á einni seríu enn af Quantum Leap en við látum það bara liggja milli hluta;)
Við Einar fengum að fara með Finni, Hrefnu og ÖnnuSólrúnu að heimsækja Bjarka Frey. Hann var rosalega lítill og sætur. Bjarki er kominn úr hitakassanum og búinn að stækka alveg um 10 cm síðan hann fæddist. Rosalega duglegur :)
"Við" (semsagt Einar) elduðum kvöldmatinn í gær, fylltar kjúklingabringur sem heppnuðust rosalega vel þrátt fyrir að við þyrftum aðeins að breyta sósuuppskriftinni en það spillti alls ekki fyrir.


25.8.07

Santa Cruz

Ahhhh, þreytt og sæl eftir daginn.
Keyrðum til Santa Cruz í morgun (aðeins seinna en við ætluðum). Við höfðum ætlað að kíkja aðeins á tívolítækin á Bordwalk-inu og svo setjast á ströndina í afslöppun. Tíminn leið rosalega hratt og klukkan var orðin rúmlega 5 þegar við loksins settumst á ströndina. Það var svosem alveg ágætt, það var skýjað svo setan á ströndinni var bara mátuleg. Anna Sólrún skemmti sér konunglega við að hlaupa í átt að öldunum og svo aftur í burtu þegar þær nálguðust. Við Einar tókum aðeins þátt í gamaninu og ég held ég hafi bara skemmt mér alveg jafn vel og hún :D
Hér eru svo stolin mynd frá Finni ;)

24.8.07

3. dagurinn!!

Við erum rosalega dugleg að túristast í útlöndum. Skoðuðum Stanford svæðið fyrsta daginn og kíktum í Hoover turn og Stanford shopping center fyrir utan að labba aðeins um svæðið. Einar var bara nokkuð sprækur um kvöldið en ég rotaðist í sófanum strax eftir kvöldmat.

Í gær fórum við niður í borg með Finni og Önnu en Finnur tók sér tvo daga í frí því Anna var í fríi og líka til að vera með okkur :D Rosalega gaman. Hann er eiginlega að taka verslunarmannahelgina út aðeins of seint. Golden Gate og Pier 39 voru skoðuð.




Nú er bara rjómablíða og ferðinni er heitið til Santa Cruz á Boardwalk og ströndina, ahhhh afslöppun.

22.8.07

Lent ;D

Geeeeeisp! Við erum komin til Finns og Hrefna eftir laaaangt laaaaangt flug. Gott að komast í gott rúm :D Segi bara góða nótt og góðan dag til ykkar á Íslandi :D

19.8.07

Bloggvæðingin

Algjör snilld þegar næstum öll familían er farin að blogga! Meira að segja 7 og 10 ára frændi og frænka komin með blogg. Ég held að við þurfum almennt ekkert að hittast :) Bara lesa bloggin hjá hvort öðru, vera dugleg að kommenta og við tölum örugglega meira saman en venjulega. Fyrir utan allar fréttirnar sem maður missir ekki af ;)

16.8.07

Bíó

Ég held að maður sé farinn að venjast því að hafa mörg bíó á Íslandi sem sýna sömu myndina. Það þarf næstum aldrei að hafa áhyggjur af því að það sé uppselt. Því var ekki gert ráð fyrir að það yrði uppselt þegar fara átti í gær en jújú.
Ég held samt að ég myndi ekki kvarta mikið þó það yrði erfiðara að ná í miða og maður þyrfti bara að koma snemma, ef fleiri myndir væru sýndar og þá bara hver í færri bíóum.

B.t.w. rúmlega einn vinnudagur eftir :D Pizzur og kökur í tilefni þess á morgun!

13.8.07

4 vinnudagar eftir!!

Ekki misskilja mig, það er ekki leiðinlegt í vinnunni, ég bara hlakka svo til að komast í frí!!
Annars hef ég komist að þeirri niðurstöðu að stelpan í móttöku BN lesi bloggið mitt, hún bauð mér góðan daginn þegar ég mætti í dag... framför ;) Hver veit, kannski brosir hún næst þegar ég kem ;) Fyrir þá sem ekki vita um hvað ég er að tala vísa ég í Pollyönnu færslunar 7.ágúst.
...ógod! Ég er búin að vera svo lengi að skrifa að ég man ekki lengur ástæðuna fyrir blogginu. Ok, ég looooofa að næsta færsla verður ótrúlega skemmtileg og áhugaverð...

9.8.07

Kindarlegt “kynlíf”

Mér var bent á þessa blaðagrein um daginn. Fór að velta því fyrir mér hvort þetta væri heimurinn sem koma skal, ef þú getur ekki varið þig þá tökum við ekki mark á brotum gegn þér.

Samkvæmt ástralska netmiðlinum www.news.com.au var máli manns sem var staðin að því að hafa mök við kind vísað frá dómi. Ástæða frávísunarinnar var sú að kindin var ekki í stakk búin til að bera vitni fyrir réttinum.
Maðurinn sem er frá Haaksbergen í Hollandi var ákærður um þetta athæfi eftir að bóndinn kom að honum í “samförum” við kindina. Frávísunin var réttlætt með því að þar sem kindin gæti ekki borið vitni um að hún hefði ekki gengið sjálfviljug til “leiksins” og það sem meira er; hún gæti heldur ekki sýnt fram á að hún hefði orðið fyrir andlegum skaða við atvikið, þótti réttast að vísa málinu frá.
Samkvæmt Hollenskum lögum er dýraníð af þessu tagi ekki ólöglegt svo framarlega sem ekki verður sýnt fram á að dýrið hafi ekki viljað taka þátt í “kynlífinu”!
“Þessir perrar ganga lausir og hafa sitt fram - bara af því að það er ekki hægt að láta kindur bera vitni” er haft eftir dýraverndunarsinnanum Jos van Huisen.
Þetta er auðvitað með hreinum ólíkindum.


Að sjálfsögðu gengur kindin sjálfviljug til verksins, hver trúir öðru? :P

7.8.07

Sólsól skín á mig...

Hvar er sólin? Brúnkan er dottin af mér!! Vil fá sólina aftur!!
Það er samt greinilegt að sumarið er að verða búið, ég á bara 9 vinnudaga eftir og svo fæ ég tveggja vikna sumarfrí áður en skólinn byrjar :D Ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið, enda alveg frábært sumar!!

Fór áðan að skila leigusamningi upp í BN. Var nett pirruð út í stelpuna í afgreiðslunni... Hef samt ákveðið að hafa þetta ekki neikvætt blogg svo ég tek Pollýönnu á þetta. Vil þakka fyrir allt jákvætt og brosmilt afgreiðslufólk sem ég hef hitt seinustu daga. Almennt yfirmáta skemmtilegt fólk ;)

1.8.07

Íbúðin

Búið að selja íbúðina :(
Á yfirverði... við erum ekki sátt!