26.8.07

Rólegur dagur

Laugardagurinn var frekar rólegur hjá okkur. Sváfum aðeins lengur en venjulega og tókum daginn bara rólega. Þegar AnnaSólrún fór í sundnámskeiðið skruppum við Einar á University avenue til að rölta aðeins og kíkja á Cheesecake Faktory og skoða götulífið. Við völdum alveg rétta daginn því það var götumarkaður þar og fullt af lífi og fjöri. Verið var að selja ýmsar handunnarvörur eins og myndir, skúlptúrar, ker og ýmislegt fleira.
Ostakökurnar sem við fengum á Cheesecake Faktory voru alveg roooooosalega góðar! Ég fór samt í nett sykursjokk eftir hálfa kökuna og gat ekki klárað :( En þetta voru líka stórar sneiðar svo ég missti ekkert af miklu;)
Finnur og Anna Sólrún sóttu okkur svo og fóru með okkur í Fry's þar sem við keyptum flest raftæki og fylgihluti sem við ætluðum okkur að kaupa og skoðuðm líka tölvu fyrir mig :D sem við kaupum líklega næst. (Kannski festi ég kaup á einni seríu enn af Quantum Leap en við látum það bara liggja milli hluta;)
Við Einar fengum að fara með Finni, Hrefnu og ÖnnuSólrúnu að heimsækja Bjarka Frey. Hann var rosalega lítill og sætur. Bjarki er kominn úr hitakassanum og búinn að stækka alveg um 10 cm síðan hann fæddist. Rosalega duglegur :)
"Við" (semsagt Einar) elduðum kvöldmatinn í gær, fylltar kjúklingabringur sem heppnuðust rosalega vel þrátt fyrir að við þyrftum aðeins að breyta sósuuppskriftinni en það spillti alls ekki fyrir.


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim