25.8.07

Santa Cruz

Ahhhh, þreytt og sæl eftir daginn.
Keyrðum til Santa Cruz í morgun (aðeins seinna en við ætluðum). Við höfðum ætlað að kíkja aðeins á tívolítækin á Bordwalk-inu og svo setjast á ströndina í afslöppun. Tíminn leið rosalega hratt og klukkan var orðin rúmlega 5 þegar við loksins settumst á ströndina. Það var svosem alveg ágætt, það var skýjað svo setan á ströndinni var bara mátuleg. Anna Sólrún skemmti sér konunglega við að hlaupa í átt að öldunum og svo aftur í burtu þegar þær nálguðust. Við Einar tókum aðeins þátt í gamaninu og ég held ég hafi bara skemmt mér alveg jafn vel og hún :D
Hér eru svo stolin mynd frá Finni ;)

2 Ummæli:

Þann 12:09 e.h. , Blogger Una sagði...

Öfunda þig að vera á ströndinni í Kaliforníu Steinunn. Helvíti næs endir á sumrinu.

 
Þann 5:41 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Það er sko ekki slæmt ;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim