Kindarlegt “kynlíf”
Mér var bent á þessa blaðagrein um daginn. Fór að velta því fyrir mér hvort þetta væri heimurinn sem koma skal, ef þú getur ekki varið þig þá tökum við ekki mark á brotum gegn þér.
Samkvæmt ástralska netmiðlinum www.news.com.au var máli manns sem var staðin að því að hafa mök við kind vísað frá dómi. Ástæða frávísunarinnar var sú að kindin var ekki í stakk búin til að bera vitni fyrir réttinum.
Maðurinn sem er frá Haaksbergen í Hollandi var ákærður um þetta athæfi eftir að bóndinn kom að honum í “samförum” við kindina. Frávísunin var réttlætt með því að þar sem kindin gæti ekki borið vitni um að hún hefði ekki gengið sjálfviljug til “leiksins” og það sem meira er; hún gæti heldur ekki sýnt fram á að hún hefði orðið fyrir andlegum skaða við atvikið, þótti réttast að vísa málinu frá.
Samkvæmt Hollenskum lögum er dýraníð af þessu tagi ekki ólöglegt svo framarlega sem ekki verður sýnt fram á að dýrið hafi ekki viljað taka þátt í “kynlífinu”!
“Þessir perrar ganga lausir og hafa sitt fram - bara af því að það er ekki hægt að láta kindur bera vitni” er haft eftir dýraverndunarsinnanum Jos van Huisen.
Þetta er auðvitað með hreinum ólíkindum.
Að sjálfsögðu gengur kindin sjálfviljug til verksins, hver trúir öðru? :P
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim