22.7.04

Börn-börn-börn

Gærdagurinn var bara nokkuð fljótur að líða.
Ragga og Flóki komu á Stanford því Lára (mamma Flóka) var að kíkja á einhverjar rannsóknir hér.
Við Anna fórum á Stanford Shopping Center að hitta þau og svo gengum við heim til mín og fengum okkur að borða á Quiznos og kaffi á Starbucks.
Á Quiznos var okkur Röggu sagt að við værum rosalega heppnar að eiga svona falleg börn:) Hehe, maður er alveg hættur að nenna að leiðrétta fólk þannig að við sögðum bara takk.

Lára, Ragga og Flóki skutluðu mér svo upp í Fremont til Guðrúnar og Snorra þar sem ég passaði hann Baldur í gær. Þau Una voru að fara á tónleika með Train. 
Baldur var bara ljúfur og góður þó honum þætti skrítið að hafa þessa manneskju eina að passa sig! (Baldur: "Hmmm, hún fylgir venjulega með henni ÖnnuSólrúnu! Hmmmm, skrítið!")
Ég gisti þar líka um nóttina og fékk svo far heim þegar þau fóru í vinnuna í morgun.
Kötturinn þeirra reyndi að láta mig fá hjartaáfall nokkrum sinnum um kvöldið/nóttina. Ég lá þá uppi í rúmi þegar eitthvað stórt og loðið stekkur upp í rúm til mín. Það þarf ekki mikið til að giska á að ég kipptist upp í öll skiptin. Kisa hætti þessu samt áður en að ég sofnaði. (Kisa:  "Maður verður að fara vel að þessu mannfólki; það er svo viðkvæmt!")  

Anna var að læra nýtt trix í dag. Hún er farin að vinka manni.
Hún tók upp á því allt í einu við matarborðið að brosa til mín og vinka mér. Ótrúlega dugleg!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim