28.7.04

Kannski við séum merkileg þjóð þrátt fyrir allt;)

Anna Sólrún fór í sína fyrstu heimsokn í leikskólann í dag, eða allavega alvöru heimsóknina þar sem hún fær að leika við krakkana. Henni fannst þetta alveg æði, sérstaklega að fara í göngutúr í 6krakka vagninum. Frekar fyndið fyrirbæri;) Ég var þvílíkt þreytt eftir þessa heimsókn andstætt Önnu sem hefur rétt tekið sér stutta lúra í dag, sem er slæmt fyrir mína fegrunarblundi;) Ástæðan fyrir svefnleysinu er líklega sú að hún er að taka tennur eins og brjálæðingur; 4tennur á tveimur vikum! Ekki eitthvað sem ég væri til í að standa í núna...

Annars gerði ég stórkostlega uppgötvun í kvöld. (Var að vísu búin að heyra um hana en var ekki búin að líta það eigin augum;)) Hér í USA er ákveðin dekkjaauglýsing sem gæti mögulega verið tekin á Íslandi en mikið fiffuð í tölvu. Það sem er líka skrítið við þessa auglýsingu er að bílstjórinn er sýndur í tveimur skotum og ótrúlegt en satt virðist hann vera Íslendingur og ekkert minni maður en Hilmir Snær Guðnason.
(Lesendur athugið að þetta eru ekki öruggar heimildir.)
Ég á þetta allt fest á spólu með Quantum Leap þáttum;)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim