23.7.04

Ohhh, ég er svo vond frænka;(

Í dag fórum við Hrefna með Önnu í 6mánaðarskoðun (jebb, þó að hún sé 7mánaða;)). Eftir að Hrefna var búin að kenna hjúkkunni á vigtina (í alvöru!) og læknirinn búinn að hrósa Önnu hægri vinstri (hann var rosalega hrifinn af vinkinu hennar!! ;)) þá var komið að sprautunum. Ég hugsa að ég hafi verið stressaðri en Hrefna. Mér fannst þetta alveg agalegt! Að pína barnið svona:( Anna var sem betur fer fljót að gleyma að farin að brosa til okkar vonda fólksins.  Versti parturinn var um kvöldið þegar hún fór að vera aum í lærunum (enda tvær sprautur í hvort læri). Þá máttum við sko ekki snerta hana. Ohhhh, aumingja krúsí, eða eins og Eyrún myndi segja: "Ohhhhh, litla keppakríli!!!" ;)

Annars er að koma helgi, þá er alltaf fjör:) Ég hugsa að ég fari og hitti óperurnar Unu og Hrafnhildi. Hrafnhildur ætlar að taka sér frí um helgina og hitta okkur. Svaka fjör!!

2 Ummæli:

Þann 11:36 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hver kallaði mig BIG-mama um daginn? Þú ert orðin algjör mamma Steinunn, segir sögur af Önnu Sólrúnu eins og hún sé barnið þitt. Þú ert komin með vott af mömmuveikinni og greinilega með mömmutakta á háu stigi!!!!! Who's the mama now? Ha!
-Berglind Inga

 
Þann 5:13 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Hey! Ok, ímyndaðu þér að þú sért að passa barn sem þú býrð með. Eftir einn og hálfan svoleiðis mánuð er erfitt að skrifa eitthvað án þess að segja frá henni... Svo er þetta líka fyrir familíuna heima (",) ...eða eitthvað:)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim