Girls night out
Önnur stelpu-/djammhelgi. Hrafnhildur sótti mig á föstudeginum og við fórum samfó upp í Fremont til Unu þar sem við héldum létt stelpu-sleepover með margarítum og svona.
Við erum samt alveg ótrúlegar! Við fórum að versla daginn eftir, alveg slatta. Þetta var auðvitað allt nauðsynlegir hlutir sem við urðum að eignast. Samt keypti ég ekki sundbol og skó sem var eiginlega það sem ég ætlaði helst að kaupa;)
Við gistum allar heima hjá mér næsta kvöld til að djamma á campus. Við skemmtum okkur alveg geggjaðslega vel. Ég hét sko Una Eydís og var fædd 1975 (21árs aldurstakmark!). Þeir vildu eiginlega ekki hleypa mér inn á debetkortinu heldur vildur fá að sjá the real thing, passann minn. Ég náttúrulega orðin brjálæðislega æfð í að ljúga mig útúr svona (:p) og mér tókst í heilli setningu að koma orðunum Ísland og íslendingur 30 sinnum fyrir. Þeir hleyptu mér svo inn því ég gat borið nafnið fram;) Nokkuð gott!
Við hættum við garlic festivalið á sunnudeginum því við nenntum ekki að keyra í klukkutíma rétt til að kíkja. (Haaaa? Þunnar?!?! ) Við eyddum samt deginum saman í göngutúr um University ave. (Laugarvegur Stanfords). Allt voða fínt.
Ég þakka bara Unu og Hrafnhildi fyrir góða helgi, við hittumst vonandi bráðlega aftur:)
Við Anna erum svo bara einar og yfirgefnar núna því Finnur og Hrefna skruppu með Augusto í bíó og út að borða. *sniff*sniff* Alltaf jafn illa farið með okkur *sniff*sniff* ;)
2 Ummæli:
Garlic festival?! Steinunn ég trúi ekki að þú hafir sleppt því! Vá hvað það hljómar vel.
Hey!hey!hey! Ekkert svona. Við tókum ákvörðun og stöndum við hana... Við skemmtum okkur bara ógislega vel. ;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim