30.7.04

????

Mmmmm, við erum að bíða eftir að maturinn eldist (ekki að hann verði eldri;)). Grillað nautakjöt, maísstönglar og salat (skorið af mér), mmmm. Ég er sko ógislega svöng.

Við Anna fórum í heimsókn nr.2 í leikskólann í dag. Þar hittum við nýja fóstru sem var alveg jafn frábær og hinar. Þær eru allar frekar hissa á að maður tali enski og spurja allar hvernig í ósköpunum ég hafi eiginlega lært þetta. Þeim finnst líka ekkert smá flott að á Íslandi skuli vera skylda að læra að minnsta kosti 2 önnur tungumál og flestir læra meira að segja þriðja!
Þessi nýjasta spurði mig skrítnustu spurningar sem ég hef fengið um ísland (fyrir utan pennavininn minn frá Alaska: "Búið þið í snjóhúsum?" VIÐ TÖLUÐUM SAMAN 'I GEGNUM NETIÐ!!!). Þessi fóstra spurði mig hvort það væru dagheimili á Íslandi... Hversu miklir fornaldarmenn halda þeir að við séum?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim