Hvernig hljómar íslenska?
Það er ótrúlegt hvað ég er spurð hérna þegar ég tala við aðra á íslensku: "What language is that you're speaking? French?" Svo þegar ég/við segjumst vera að tala íslensku: "Ohhh, wow! Iceland is green and Greenland is white?Is'nt it?"
Greinilegt að kanarnir hafa lært landafræðina sína einstaklega vel.
Mig langar samt að vita hvernig íslenskan hljómar fyrir utanað komandi. Ég hélt einhvern vegin að hún hljómaði meira eins og þýska eða eitthvað...
6 Ummæli:
já, þetta er The Mighty Ducks 2 landafræðin. þetta er hrikalegt;)
Tryggvi lenti í því sama og var orðin nett pirraður á fólki. Það er eins og ameríkanarnir viti ekki neitt annað um Ísland en þetta!!!
-Berglind
Mér hefur stundum fundist þýska vera íslenska þegar ég heyra hana út undan mér.
Já nákvæmlega, mér hefur aldrei heyrst ég heyra íslensku þegar ég heyri frönsku...
Já Berglind, það er reyndar eitt enn sem þeir vita en vilja ekki segja svona við ókunnugar íslenskar stelpur. Þeir hafa heyrt um íslenskar stelpur...
Þá verðuru líka að lofa að nota það:) Sjáðu ég er meira að segja búin að linka á þig;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim