María heimtaði Jón engar bækur lesið hafði
Víííí!!! Ég keyrði út í vinnu til Finns í dag!! Ég er búin að vera frekar hrædd við að keyra í útlöndum og hef ekkert ýtt á að fá að keyra. Þetta gekk bara vel, umferðin er miklu rólegri hér en heima. Þrátt fyrir að ég hafi verið á hraðbrautinni í umferðarteppu. Enginn pirraður og allir að gefa öðrum séns... Nokkuð sem maður sér ekki heim... eða varla.
Þegar við Finnur komum heim var hérna stelpa komin sem er að læra málvísindi við MIT háskóla. Hún kom með könnun með sér sem tilraunadýrin eru annað hvort með íslensku eða sænsku að móðurmáli.
Könnunin er þannig að maður les setningu á íslensku og segir hvort hún gengur upp eða ekki. Mér hefði aldrei getað dottið í hug að það væri svona erfitt. Þetta eru allt svipaðar setningar með mismunandi orðaröð. Margar af setningunum geta alveg gengið upp en við myndum ekki nota þær eða jafnvel að þær gengju bara upp við sérstakar aðstæður.
Að lesa sömu orðin í mismunandi setningum 20 sinnum gerði mig ekkert smá ruglaða! Orðin "engum" og "bókum" missti algjörlega merkingu sína þannig að ég var farin að velta fyrir mér hvort þetta ætti í alvöru að vera skrifað svona. Það er mjög sérstakt að reyna að skilja samhengi á orðum sem virðast algjörlega hafa misst merkingu sína.
4 Ummæli:
Jebb, við vorum öll orðin rosalega rugluð, það er eins og einhver komi og hræri í heilanum á manni, bókstaflega. Ég engum gefið hef ekkert...blah !
bara nú þú Mér heyrðist þig með standa ágætum! :)
Málvísindi eru skemmtileg.
Ég mörgu fólki hef gefið engar bækur. Ég er með þessar setningar allar á heilanum núna!! En já það er gaman að þessu. Heilinn á mér fór samt í hringi eftir að hún var farin. Ohhh, það er svo erfitt að hugsa!! ;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim