No lies, it's for beer.
Helgin er bara búin að vera svo svakalega skemmtileg og svo mikið að gerast að ég hef hreinlega ekki komist til að skrifa... Ég veit varla hvernig ég á að byrja án þess að hafa þetta of langt:)
Sumir segja víst að mar eigi að byrja á byrjuninni... ;)
Helgin byrjaði á föstudagskvöldið þegar við Hrefna fórum með öðrum íslenskum konum til SanFran í saumó hjá henni Lottu. Saumaklúbburinn var alveg einstaklega vel heppnaður og skemmtilegur.
Þar sem að við Una og Ragga höfðum ákveðið að kíkja á borgina á laugardeginum fannst okkur sniðugast að gista þar um nóttina. Við vorum nú einu sinni allar komnar þangað og það tók því nú varla að fara heim og reyna svo að finna hver aðra daginn eftir.
Við höfðum því pantað okkur herbergi á tveggja stjörnu hóteli kvöldið áður og héldum þangað eftir saumóinn. Hótelið kom okkur bara skemmtilega á óvart, því það var eiginlega mun betra heldur en við áttum von á, án þess að vera svaka fannsí.
Þrátt fyrir gott herbergi og svona, héldumst við ekki lengur í herberginu en til ca. 2.
Við höfðum ekki verið upplýstari en svo að allir skemmtistaðir og barir loka einmitt kl.2! ...en það var allt í lagi, við hittum þarna eitthvað af fólki, þar á meðal norðmenn og svía sem við héngum með áður en við fórum heim á hótel að sofa.
Þrátt fyrir háleit markmið um að komast í morgunmatinn á hótelinu morguninn eftir þá fór það ekki svo. Við svefnpurkurnar sváfum til 10 (aðallega við Una því Ragga var andvaka frá því klukkan 6!!).
Frá SanFran ferðinni er erfitt að segja meira án þess að skrifa heila ritgerð! Hún var algjör stelpu-, dekurferð!!
Við fengum okkur að borða á stað sem heitir Pita pit (ótrúlega góður!! Er á Chestnut street ef einhver ætlar að borða í SanFran á næstunni;)). Við römbuðum reyndar ekki alveg á hann því þangað höfðum við farið með skandinövunum um nóttina og við ekki borðað en þeir látið mjög vel af. Við hittum á eigandann bæðu um nóttina og um morguninn. Hann að sjálfsögðu þekkti okkur, ég heyrði hann segja við afgreiðslustelpu "Some people even come 2 a day!" þegar við gengum inn... Hmmm;)
Við tókum daginn í borginni frekar random þrátt fyrir að hafa smá hugmynd um hvert við vildum fara og hvað við vildum sjá. Við römbuðum inn á fóta- og handsnyrtistofu eftir morgunmatinn og fengum hand- og fótsnyrtingu. (Ég fékk mér neglur, svaka pæja:))
Það sem við kíktum fleira á var Chestnut street (verslunargata) án þess að versla mikið, gengum eftir ströndinni þar sem við t.d. sáum yfir að Alcatraz fangelsinu og skýjaðri GoldenGate brúnni. Við ströndina var svo fullt af mörkuðum þar sem við létum aðeins ginnast yfir glingri og teiknuðum skopmyndum. Við kíktum einnig á vaxmyndasafn (stóðst ekki alveg væntingar en samt gaman) og fórum í kínahverfið. Í kínahverfinu enduðum við daginn á hálftíma nuddi sem var æðislegt! Við fórum allar út með vellíðunar glottið á andlitinu. Við hreinlega hefðum ekki getað endað daginn betur.
Í SanFran eins og öðrum stórborum er allt fullt af betlandi fólki. En þar sannast kenning Darwins um survival of the fittest.
Heimilisleysingjarnir eru farnir að bregða á það ráð að vera sem frumlegastir í peningabeiðninni og það virðist takast hjá þeim.
Við sáum tvo nokkuð góða, annar sat bara eins og margir aðrir með handskrifað spjald fyrir framan sig. Hjá honum hins vegar stóð: "No lies, it's for beer." Þetta svínvirkaði hjá karlinum sem fékk fullt af fólki til að gefa sér peninga.
Næsti á eftir, svona 3metrum frá var annar og á hans spjaldi stóð: "world famious bush man, give tips." Við vorum svo hissa á þessu að við stoppuðum aðeins til að sjá manninn. Hann sat á stól með tvær vel laufgaðar greinar fyrir framan sig. Þegar fólk svo gekk framhjá honum án þess að sjá hann rétti hann greinina og sagði "Búhh!!" til að bregða fólki. Þegar við höfðum stoppað tókum við allt í einu eftir að um hann hafi myndast stór áhorfendaskari sem bjó þó til göngustíg svo fólk kæmist framhjá. Svo var hlegið og hlegið í hvert sinn sem fólk öskraði upp yfir sig af hræðslu.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim