27.9.04

Kríli!

Guðrún Erna systir Hönnu Rutar er búin að eignast litla stelpu. Hún fæddist í gær 26.september, 15merkur og ég veit ekki betur en að allt hafi gengið bara vel.
Ég hef að vísu ekki séð litla krílið en get ekki öðru trúað að hún sé algjört krútt!!

22.9.04

Hringsnú

Hausinn minn snérist í hringi í gær! Ég skipti um skoðun á hálftímafresti... Úr varð að vinna2 (HardRock) bauð enn betur og ég tók því. Ég verð semsagt í vaktavinnu aftur í næsta mánuði. Eitthvað sem ég ætlaði aldrei að gera aftur. Greinilega er einfalt að fá mig til að skipta um skoðun... Fyrir rétt verð;)

21.9.04

Sá á kvölina sem á völina

(Þessi yfirskrift minnir mig alltaf á Smjattpattana frá því ég var lítil;))

Úff!! Ég stend á milli tveggja vinna... Var búin að segja upp á stað1 því staður2 bauð mun hærri laun, núna er staður1 búinn að bjóða mér hærri laun ef ég verð áfram hjá þeim.
Þetta er ógislega erfitt!

Staður1:
Betri vinntímar
Skemmtileg vinna
Fjölbreytt vinna
Lægri laun
Mikið hrós

Staður2:
Vaktavinna (langir vinnudagar)
Nokkuð einhæf vinna
Hærri laun
Mikið hrós

Ég verð að ákveða þetta á næu 2-3tímunum...

20.9.04

Nöfn

Ég hef núna kallað strák í vinnunni minni vitlausu nafni nokkrum sinnum í röð sama daginn. Þetta nafn var fast í hausnum á mér þennan dag einhverra hluta vegna og fyrr né síðar hef ég ekki kallað hann neinu öðru en hans eigin nafni.
Einhverra hluta vegna tók hann þessu alveg rosalega illa og varð virkilega fúll.
Ég get ekki séð afhverju fólk þarf að taka svona hlutum svona svakalega illa, ég meina ég hef verið kölluð Gerður, Þórunn, Inga og Sigrún í seinustu viku bara af því að fólk ruglaðist... Ég sá ekki neina ástæðu til að móðgast þó að fólk gerði þetta endurtekið. Ég meina ég er ný á staðnum svo mér finnst ekki skrítið að fólk ruglist, fyrir utan að þetta eru mismæli, ekki eins og fólk meini neitt illt með þessu.

13.9.04

ADSL í Mosó!!!

Loksins, loksins!!!
Við höfum fengið adsl heim. Við höfðum fengið það í tölvuna fyrir svona viku en gaurinn í ogvodafone hafði látið okkur fá vitlaust username... Það reddaðist nú samt:) Öllum til mikillar ánægju. Núna er bara spurning hvort ég verði jafn duglega að blogga og þegar ég var úti... Hmmm.
Ég var nú samt endalaust fegin þegar ég kom heim, ekki því það hafði verið svo leiðinlegt í USA heldur hafði ferðin heim tekið svo miiiiiikinn tíma og lítinn svefn:(
Ferðin frá því að fyrsta vélin fór í loftið og þar til seinasta lenti í Keflavík tók 20tíma... Það er allt of mikið fyrir aumingja eins og mig, sérstaklega þar sem ég var eitthvað að byrja að kvefast og þrýstingurinn við lendinguna (í öll þrjú skiptin!!) ætlaði alveg að æra mig. Málið var að ég fékk þvílíkan eyrnaverk svona hálftíma fyrir lendingu þegar flugvélin byrjaði að lækka flugið, í seinasta fluginu (icelandair) var það ekki eins vont því þá var ég orðin svo tilfinningalaus í eyranu... :/
Icelandair vélinni var seinkað um 2 tíma. Fyrst klukkutíma þegar við lögðum af stað frá rananum og svo vorum við klukkutíma í vélinni að bíða eftir að geta farið í loftið... öllum til mikillar "ánægju". Ferðin þar gekk samt vel. Flugfreyjurnar frábærar og farðþegarnir ekkert svaka pirraðir þrátt fyrir seinkun og ótta við að missa af tengiflugi. (Það er svo leiðinlegt að fljúga þegar allir eru pirraðir:)
Klukkutíma fyrir lendingu leið yfir eina stelpuna og ég, svefnlaus (semsagt að fara að grenja), vissi ekkert hvað var að gerast þegar flugfreyjurnar sóttu súrefniskút og reyndu að vekja stelpuna upp en hún hafði dottið á gólfið. Sem betur fer fór henni að líða betur eftir þetta og við lentum í Keflavík aðeins einum og hálfum tíma á eftir áætlun... Ekkert mál:)
Á flugvellinum fékk ég móttöku hóp með skilti og allt því Hanna, Una og Berglind sóttu mig. ElínLóa komst ekki því hún þurfti að mæta í skólann, við kíktum bara í heimsókn til hennar þegar hún var búin og fórum á kaffihús og svona:) Jebb, ég svaf ekkert í 2 og 1/2 sólarhring... Kexrugluð;)