20.9.04

Nöfn

Ég hef núna kallað strák í vinnunni minni vitlausu nafni nokkrum sinnum í röð sama daginn. Þetta nafn var fast í hausnum á mér þennan dag einhverra hluta vegna og fyrr né síðar hef ég ekki kallað hann neinu öðru en hans eigin nafni.
Einhverra hluta vegna tók hann þessu alveg rosalega illa og varð virkilega fúll.
Ég get ekki séð afhverju fólk þarf að taka svona hlutum svona svakalega illa, ég meina ég hef verið kölluð Gerður, Þórunn, Inga og Sigrún í seinustu viku bara af því að fólk ruglaðist... Ég sá ekki neina ástæðu til að móðgast þó að fólk gerði þetta endurtekið. Ég meina ég er ný á staðnum svo mér finnst ekki skrítið að fólk ruglist, fyrir utan að þetta eru mismæli, ekki eins og fólk meini neitt illt með þessu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim