13.9.04

ADSL í Mosó!!!

Loksins, loksins!!!
Við höfum fengið adsl heim. Við höfðum fengið það í tölvuna fyrir svona viku en gaurinn í ogvodafone hafði látið okkur fá vitlaust username... Það reddaðist nú samt:) Öllum til mikillar ánægju. Núna er bara spurning hvort ég verði jafn duglega að blogga og þegar ég var úti... Hmmm.
Ég var nú samt endalaust fegin þegar ég kom heim, ekki því það hafði verið svo leiðinlegt í USA heldur hafði ferðin heim tekið svo miiiiiikinn tíma og lítinn svefn:(
Ferðin frá því að fyrsta vélin fór í loftið og þar til seinasta lenti í Keflavík tók 20tíma... Það er allt of mikið fyrir aumingja eins og mig, sérstaklega þar sem ég var eitthvað að byrja að kvefast og þrýstingurinn við lendinguna (í öll þrjú skiptin!!) ætlaði alveg að æra mig. Málið var að ég fékk þvílíkan eyrnaverk svona hálftíma fyrir lendingu þegar flugvélin byrjaði að lækka flugið, í seinasta fluginu (icelandair) var það ekki eins vont því þá var ég orðin svo tilfinningalaus í eyranu... :/
Icelandair vélinni var seinkað um 2 tíma. Fyrst klukkutíma þegar við lögðum af stað frá rananum og svo vorum við klukkutíma í vélinni að bíða eftir að geta farið í loftið... öllum til mikillar "ánægju". Ferðin þar gekk samt vel. Flugfreyjurnar frábærar og farðþegarnir ekkert svaka pirraðir þrátt fyrir seinkun og ótta við að missa af tengiflugi. (Það er svo leiðinlegt að fljúga þegar allir eru pirraðir:)
Klukkutíma fyrir lendingu leið yfir eina stelpuna og ég, svefnlaus (semsagt að fara að grenja), vissi ekkert hvað var að gerast þegar flugfreyjurnar sóttu súrefniskút og reyndu að vekja stelpuna upp en hún hafði dottið á gólfið. Sem betur fer fór henni að líða betur eftir þetta og við lentum í Keflavík aðeins einum og hálfum tíma á eftir áætlun... Ekkert mál:)
Á flugvellinum fékk ég móttöku hóp með skilti og allt því Hanna, Una og Berglind sóttu mig. ElínLóa komst ekki því hún þurfti að mæta í skólann, við kíktum bara í heimsókn til hennar þegar hún var búin og fórum á kaffihús og svona:) Jebb, ég svaf ekkert í 2 og 1/2 sólarhring... Kexrugluð;)

5 Ummæli:

Þann 9:09 e.h. , Blogger Hrefna sagði...

Hei!! Til hamingju með ADSL teninguna!! :) Það-var-mikið segi ég nú bara! Nú þurfum við ekki lengur að flýja Mosó í leit að betra nettenginu þegar við komum í heimsókn! :)

 
Þann 8:29 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ertu með svona ,,ASDL" tengingu? Djók ;)
Steinunn ekki verða sár en.....þú ert alltaf kexrugluð!
...again...smá grín. Ég stóðst ekki mátið.
-Berglind Inga

 
Þann 2:07 f.h. , Blogger Una sagði...

Steinunn, þú berð þess merki að hafa búið í Ameríkunni um tíma... "reyndu að vekja stelpuna upp" ! :) Gaman að sjá bloggið þitt aftur, ekki virðist ég vera svona dugleg, enda ekkert adsl á mínum bæ.

p.s. þú sækir pokann þinn við tækifæri, ef ég verð ekki búin með innihaldið sjálf ;)

 
Þann 7:11 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

Hehe, ég hefði ekkert fattað að það var eitthvað athugavert við þessa setningu, ég næstum fattaði það ekki þegar ég las kommentið:) Iss, þetta er bara af því að ég hef dvalið svo svakalega lengi í henni Ameríku;)

 
Þann 7:13 e.h. , Blogger Steinunn sagði...

BIG, ég skrifaði hvergi ASDL?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim