Morgunstund...
Mætti á Bókhlöðuna þvílíkt dugleg í morgun, rétt fyrir 9!! Var næstum flogin á hausinn í tröppunum en náði í loftköstunum að lenda á löppunum aftur. Leið eins og hálfvita og tók upp símann minn til að senda einhverjum sms. Hætti svo við...
Skil ekki afhverjum mér finnst eins og þetta hefði verið minna skammarlegt ef ég gæti sagt einhverjum frá þessu. Einhvern til að deila vandræðagangingum með mér. Hmmmm, ég ákvað að halda andliti og bera skömmina ein. Tókst í 2 klukkutíma, þá er ég búin að blogga þessu og deila með öllum sem vilja lesa, hjúkk hvað mér líður vel ;)
B.t.w. var beðin um að passa tölvu meðan eigandinn fór í mat. Hún sagðist ætla að vera í hálftíma en það er næstum kominn klukkutími. Er alveg að fara að fara að fara. Segi eins og Lucas í Empire Records: "I wonder if I will be held responsible for this." Vísa þá í ábyrgð mína yfir tölvu ókunnugu stelpunnar.
5 Ummæli:
Það er bara þannig.. það þarf einhver að hlæja að manni (sem maður þekkir) þegar maður gerir eitthvað kjánalegt! ..En hver treystir þér eiginlega fyrir tölvunni sinni? ..sérstaklega ef þú ætlar að hegða þér eins og Lucas!
Algjörlega!!
Annars var þetta bara einhver stelpa og hún kom um leið og ég póstaði bloggið;) Hehe og með Lucas þá sagði Elín Lóa mér einmitt að stela henni, hún er svo óheiðarleg þessi Lóa;)
Ég sé þig núna fyrir mér í Matrix slow-motion hreyfingum, á hvolfi, stökkvandi niður stigann í leðurjakkanum - rétt við það að lenda á báðum fótum við botn stigans með Agent Smith á hælunum... :)
Já nákvæmlega!! Það var ákúrat þannig!! ;)
Ég myndi aldrei skilja tölvuna mína eftir hjá ókunnri manneskju á hlöðunni, ekki endilega vegna þess að ég treysti ekki viðkomandi heldur einmitt út af þessu. Hvað ef þú hefðir þurft að hlaupa fram að svara í símann eða á klósettið og tölvunni væri stolið á meðan? Átt þú kannski að taka tölvuna með þér á klósettið? Er ábyrgðin annars þín og átt þú þá að vera rosalega sorrý yfir að hafa "valdið því" að tölvu ókunnrar manneksju var stolið. Ég hef einmitt sjálf verið beðin um að passa svona á hlöðunni og fór þá að velta því fyrir mér. Ég myndi ekki vilja skilja ókunnuga manneskju eftir með þessa ábyrgð.
Annars gaman að sjá þú ert að blogga Steinunn, kannski prófatíðin valdi þessu en ég segi bara keep up the good work :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim