Gleðilegt sumar :D
Loksins, loksins, loksins komið sumar. Þó það virðist varla vera sumar, meira svona einhverskonar hálfthaust-hálfvor stemmning með sól og snjókomu og halgléli til skiptis!! Ég þurfti meira að segja að skafa bílinn í fyrradag.
Annars er fínt að vera komin aftur í sumarvinnuna allir búnir að taka rosalega vel á móti mér, bjóða mig velkomna aftur og svona. Sumir hafa meira að segja bara boðið mér góðan dag og svo komið aftur seinna og sagst ekki hafa áttað sig á að ég væri komin aftur, fundist ég bara passa svo vel þarna :) það er alltaf gaman að því, ég á bara heima hérna :D
...svo ætla ég að panta gott veður á suðurlandinu um helgina :D
2 Ummæli:
Mér sýnist að þér hafi orðið að ósk þinni með verðið
Já ég held ég geti bara sagt það :) Búin að fá smá roða í kinnarnar mér til mikillar hamingju.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim