Blogghringurinn
Það eru bara allir hættir að blogga... Mætti halda að allir væru búnir í prófum;)
Loksins, loksins, loksins komið sumar. Þó það virðist varla vera sumar, meira svona einhverskonar hálfthaust-hálfvor stemmning með sól og snjókomu og halgléli til skiptis!! Ég þurfti meira að segja að skafa bílinn í fyrradag.
Mætti á Bókhlöðuna þvílíkt dugleg í morgun, rétt fyrir 9!! Var næstum flogin á hausinn í tröppunum en náði í loftköstunum að lenda á löppunum aftur. Leið eins og hálfvita og tók upp símann minn til að senda einhverjum sms. Hætti svo við...
Sá brot af þætti á stöð 2 um kostningarnar í ár. Í kvöld var Geir Haarde tekinn fyrir. Í upphafi þegar verið var að tala aðeins um Sjálfstæðisflokkinn, Geir og Davíð var spilað lag. Lagið var spilað af hljómsveit sem ég eeeeelska, Muse. Þannig að það var eitthvað gott í þessum þætt (djók;)). Svo fór ég aðeins að velta þessu fyrir mér. Fannst frekar kaldhæðnisleg að láta hljómsveit sem syngur gegn ráðamönnum.