Smáþjóð
Mér hefur alltaf þótt gaman að segja við útlendinga þar sem ég kem, að ég sé íslensk. Ég er svakalega stolt af því og finnst ég vera ekkert smá merkileg. Það er að sjálfsögðu af því að Ísland og þjóð eru svo svakalega merkileg!
Ég hef heyrt fólk tala mikið um einmitt þetta. Það að við, þessi pínulitla smáþjóð lengst út í Atlantshafi skulum finnast við vera svona svakalega merkileg. Það sé alveg furðulegt.
Fyrst núna þegar ég er búin að segja þrjúþúsund sinnum að ég sé frá eyjunni Íslandi og þar búi rétt undir 300.000 manns er ég allt í einu að fatta hvað við erum í rauninni pínu oggu ponnsu lítil! Við náum ekki einu sinni upp í eina prósentu af mannsfjölda heimsins.
Það er hlægilegasta er að ég þurfti að fara út fyrir heimsálfuna til að fatta þetta;)
4 Ummæli:
Ó já það er sko ekkert smá hollt að fatta hvað við erum agnarpínusmá!! En það er líka oftast einfaldast að segjast bara vera frá Svíþjóð eða einhverju landi sem fólk kannast við... hitt krefst svo oft langra útskýringa! :) ...ég er greinilega ekki nógu stoltur Íslendingur! :(
Óli Ágúst
Óli! Hvernig geturu sagt þetta?!? Þú átt að segjast vera frá Danmörku, það er allavega nær Íslandi í anda. ;)
En Danir urðu ekki Evrópumeistarar svo ég er eiginlega sammála Óla, Svíarnir eru einfaldari lausn. Þeir eru ljóshærðir og bláeygðir og... Neeeeeiii, annars. Ég held það sé best að vera bara íslendingur. Þá er maður svo sérstakur ;) og einstakur ;)
-Berglind Inga
Það er gaman að vera frá Íslandi:) vííííí
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim