12.7.04

Ammli

Við vöknuðum eldsnemma í morgun, fyrir 10! til að fara í afmæli hjá honum Flóka Fannari sem varð 1 árs í dag. Hitinn var aðeins meiri þar enda klukkutíma akstur frá okkur og þar af leiðandi klukkutíma akstri lengra frá ströndinni sem þýðir meiri hiti. Góð skýring hjá mér:) Við fundum okkur bara skugga, fengum rosalega góðan mat og höfðum það gott.
Við vorum þarna 3 af 4 íslenskum "óperum" á svæðinu sem ég veit um, ég, Una og Rannveig en hún er hjá Láru og Halldóri sem eru einmitt foreldrar Flóka afmælisbarns. Við óperurnar töluðum um að skreppa upp í SanFran að skoða okkur um kannski næstu helgi og fá Hrafnhildi, 4.óperuna með.
Eftir afmælið fórum við í heimsókn til Ágústar, Soffíu og fjölskyldu en þau bjuggu einmitt þarna rétt hjá. Eins gott að gera eins mikið úr ferðinni okkar fyrst við vorum komin svona langt. Þau búa í alveg rosalega stóru og flottu húsi, einmitt svona eins og í bíómyndunum;) (bara svona af því að öll mín þekking af Bandaríkjunum byggist á bíómyndunum.:)) Finnur og Hrefna voru búin að tala um að fara með mig þangað til að sýna mér brjálæðislega húsið þeirra og það stóðst alveg væntingar;).

Það er annars alveg ótrúlegt! Ferðin mín hér er bara hálfnuð! Skrítið hvað manni finnst maður alltaf vera nýkominn. En ég meina, how time flies when you're having fun! ;)

1 Ummæli:

Þann 10:24 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Váááá... mamma heitir lára og á bróður sem heitir Halldór og hann á dóttur sem heitir Hrafnhildur!!!! :) what a tilviljun!
:)-hanna best

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim