Rússí-Kyrrahaf
Við Finnur skruppum á stöndina í dag, ekki til að liggja mikið í sólbaði heldur bara svona að kíkja... á rússíbanana;) Við vorum rosalega óþekk og stálumst til að taka videomyndir á ferð. Ég er að vísu ekki búin að skoða en ég heyrði mig öskra út í eitt meðan Finnur var að skoða áðan:)
Tækin voru alveg við ströndina, næstum á henni. Við stóðumst það þess vegna ekki að dippa tánni útí Kyrrahafið... víííí:)
Eftir að hafa nært okkur aðeins héldum við heim. Við lentum að vísu í smá umferðarteppu og vorum lengur á leiðinni en við ætluðum en það var allt í lagi:) Við höfðum fullt af tónlist með og svona.
Núna erum við að bíða eftir henni Söruh sem ætlar að horfa á Iceage með okkur, hún er bara hálf manneskja þessa daganna án Augusto síns og veit ekkert hvað hún á af sér að gera.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim