10.7.04

Mushrooms...

Dagurinn í dag var bara nokkuð viðburðaríkur. Meðan Hrefna var á fundi og Anna svaf beið ég eftir að barnalæknirinn myndi hringja. Anna var nefninlega komin með hvíta díla á tunguna sem við (læknaleysingjarnir) greindum sem sveppasýkingu. Meðan ég beið eftir að síminn hringdi fór ég að spá í hvað sveppasýking væri á ensku... hmmm... bíðum nú við... hvað eru sveppir? hmmm... mushrooms... Læknirinn hringdi ekki áður en Hrefna kom heim þannig að ég fékk ekki að nota mushroom kenninguna mína, en þrátt fyrir það tókst mér að skemmta sjálfri mér með því að ímynda mér samtal við lækninn þar sem ég segði: "Yes, she has these white spots on her tongue... Could be mushrooms"
Híhíhíhí... Ég veit... simple mind;)
Við skruppum saman... hehe. Við skruppum stelpurnar niður í vinnu til Finns, bæði til að stela af honum bílnum (til að versla) og sýna Önnu. Vinnufélagar Finns voru búnir að kvarta yfir Önnu-leysinu. Málið er nefninlega að núna eftir að við fluttum á campus getur Hrefna gengið í skólann og þarf ekki bílinn jafn mikið, þar af leiðir (minnir mig á stæ.tíma í MR)hefur Anna ekkert heimsókt vinnuna hans Finns í mánuð.

Eftir vinnuheimsóknina fórum við beint á sjúkrahúsið. Læknirinn vildi fá að kíkja á blettina hennar Önnu áður en hún fengi sveppalyf. Ég, simple minded íslendingurinn, skemmti mér mikið yfir því þegar við vorum beðnar um eftirnöfnin okkar, fyrst til að fá visitor passa og svo þegar læknirinn kom inn. Honum fannst ekkert smá töff að þetta væri íslenska.
Þetta er svolítið skemmtilegt ferli svona á háskóla spítala (Stanford spítali) en líka frekar hægvirkt. Málið er að fyrst fáum við inn til okkar læknanema sem tékkar á öllu og svo fer læknaneminn og ráðfærir sig við lækni sem kemur inn og tékkar á öllu svona til að vera viss.
Við vörðum deginum að mestu leyti á sjúkrahúsinu í stað þess að versla; hálftíma að bíða eftir læknanemanum og svo hálftíma eftir lækninum. Ætli neminn og læknirinn hefi ekki notað þennan hálftíma til að reyna að finna út hvernig ætti að bera þetta skrítna eftirnafn fram; Finnsdóttir. Það fyrsta sem læknirinn sagði þegar hann kom inn var: "Hvernig í ósköpunum berið þið þetta nafn fram? Er þetta íslenska????"
Við útskýrðum fyrir honum að við værum Finnsdottir, Gunnarsdottir og Thorarinsdottir og svo hvernig þetta kerfi virkaði.
Ég meina, halló! Hvað er svona erfitt við Thorarinsdottir... ;) :p
Það þarf lítið til að gleðja simple minds eins og mig:)

By the way, ég mæli eindregið með japönskum mat. Hann er æði... Algjört möst að reyna að borða með prjónum;)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim