9.7.04

Settles og ís;)

Í kvöld fórum við til Guðrúnar og Snorra í mat... Í þetta sinn komum við með take away mat með okkur og eplapæ í eftir rétt. Allt smakkaðist mjög vel, eplapæið tvíbakaða líka:)
Okkur tókst sem sagt að brenna efri hlutann en Hrefna reddaði því með því að setja nýtt ofaná lag... Svo fengum við að sjálfsögðu ís með:)
Ótrúlegt en satt þá spiluðum við líka og í þetta sinn Settles, bæir og riddarar. Ég hafði aldrei spilað þá útgáfu áður en hún er bara rosalega góð. Mjög skemmtileg og góð framlenging á gamla Settles-inu þegar maður vill breyta til.
Guðrún og Snorri fóru um hálf 11 til að sækja Soffíu, Ágúst og fjölskyldu sem voru að koma úr 3ja vikna Íslandsferð.
Við héldum svo heim eftir hálftíma spilastopp því við urðum að sjálfsögðu að spila Sequence líka.
Anna Sólrún sem hafði neitað að sofa nema augnablik var glaðvakandi í bílnum og skemmti frænku sinni með því að humma með lögunum í útvarpinu... Mjög fyndið:)

1 Ummæli:

Þann 12:37 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ þetta er hanna rut! Bara svona að tala... Hvað segiru? 'Eg er bara að vinna og svona... noþíng njú! Viltu senda mér meil?
-hanna best

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim